„Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Sveindís Jane Jónsdóttir var í skýjunum eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. „Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sjá meira
„Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum.
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sjá meira