„Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2024 11:30 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Breyta á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands lýsir því að atvik við úthlutun matargjafa Fjölskylduhjálpar í Iðufelli í Breiðholti á þriðjudag hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Þar hafi gríðarlegur fjöldi fólks verið samankominn til að sækja mat. Tveir erlendir menn hafi þá krafist þess að fara fram fyrir röðina. „Þá byrjuðu þeir bara að hóta sjálfboðaliðunum og hóta að fara heim til þeirra og slíkt, þannig að það var hringt á lögregluna,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. Hún fór einnig ítarlega yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrjú útköll í Iðufellið á árinu Mennirnir hafi verið á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa lögreglumenn þrisvar verið kallaðir að húsnæði Fjölskylduhjálpar í Iðufelli það sem af er ári. „Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en eins og andinn er í þjóðfélaginu þá hefur maður ekki viljað segja frá því, því að þegar eitthvað er sagt í sambandi við útlendinga er maður bara stimplaður sem rasisti og er algjörlega hogginn í spað á netinu.“ Er ekki svolítið ósanngjarnt að láta hegðun kannski frekar fárra bitna á stærri hópi? „Ég get svarað því þannig að þetta eru ekkert fáir einstaklingar og við getum ekki látið þetta ganga yfir fólk sem eru Íslendingar, prúðir og koma vel fram. Og meirihlutinn af innflytjendum, þeir eru prúðir og huggulegt fólk, en svona verðum við einhvern veginn að bregðast við.“ Ekkert annað í stöðunni Ásgerður segir að enn eigi eftir að útfæra breytt fyrirkomulag nákvæmlega. Fjölskylduhjálp hafi einu sinni áður gripið til þess að hafa sérdaga fyrir Íslendinga og sérdaga fyrir útlendinga. Ásgerður segir að með þessu muni þjónustan við útlendingana þó ekki bíða hnekki. En þetta hljómar nú svolítið eins og mismunun, að hólfa þetta svona niður? „Já, þú getur túlkað það eins og þú vilt. Og þetta er týpískt fyrir það hvernig ákveðnir hópar í þjóðfélaginu vilja túlka þetta en einhvern veginn verðum við að bregðast við,“ segir Ásgerður. „Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti. Það hefur sjálfsagt enginn hjálpað jafnmörgum útlendingum og við höfum gert í Fjölskylduhjálpinni.“ Félagsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands lýsir því að atvik við úthlutun matargjafa Fjölskylduhjálpar í Iðufelli í Breiðholti á þriðjudag hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Þar hafi gríðarlegur fjöldi fólks verið samankominn til að sækja mat. Tveir erlendir menn hafi þá krafist þess að fara fram fyrir röðina. „Þá byrjuðu þeir bara að hóta sjálfboðaliðunum og hóta að fara heim til þeirra og slíkt, þannig að það var hringt á lögregluna,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. Hún fór einnig ítarlega yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrjú útköll í Iðufellið á árinu Mennirnir hafi verið á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa lögreglumenn þrisvar verið kallaðir að húsnæði Fjölskylduhjálpar í Iðufelli það sem af er ári. „Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en eins og andinn er í þjóðfélaginu þá hefur maður ekki viljað segja frá því, því að þegar eitthvað er sagt í sambandi við útlendinga er maður bara stimplaður sem rasisti og er algjörlega hogginn í spað á netinu.“ Er ekki svolítið ósanngjarnt að láta hegðun kannski frekar fárra bitna á stærri hópi? „Ég get svarað því þannig að þetta eru ekkert fáir einstaklingar og við getum ekki látið þetta ganga yfir fólk sem eru Íslendingar, prúðir og koma vel fram. Og meirihlutinn af innflytjendum, þeir eru prúðir og huggulegt fólk, en svona verðum við einhvern veginn að bregðast við.“ Ekkert annað í stöðunni Ásgerður segir að enn eigi eftir að útfæra breytt fyrirkomulag nákvæmlega. Fjölskylduhjálp hafi einu sinni áður gripið til þess að hafa sérdaga fyrir Íslendinga og sérdaga fyrir útlendinga. Ásgerður segir að með þessu muni þjónustan við útlendingana þó ekki bíða hnekki. En þetta hljómar nú svolítið eins og mismunun, að hólfa þetta svona niður? „Já, þú getur túlkað það eins og þú vilt. Og þetta er týpískt fyrir það hvernig ákveðnir hópar í þjóðfélaginu vilja túlka þetta en einhvern veginn verðum við að bregðast við,“ segir Ásgerður. „Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti. Það hefur sjálfsagt enginn hjálpað jafnmörgum útlendingum og við höfum gert í Fjölskylduhjálpinni.“
Félagsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36