Ummerki eftir hlaupið stóra í sigkötlum í Mýrdalsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2024 15:11 Sigketill við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli sem ljósmyndarinn RAX flaug yfir og myndaði í morgun. RAX Litlar breytingar hafa orðið í Mýrdalsjökli eftir hlaup sem gekk niður farveg Skálmar síðustu helgina í júlí. Hreyfingarnar í sigkötlum á Mýrdalsjökli voru merkjanlegar þegar ljósmyndari Vísis flaug þar yfir í morgun. Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“ Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“
Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31
Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47