Gelt á Heiðu Eiríks í miðborginni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2024 15:23 Heiða Eiríks segir alveg ljóst að þörf sé á hinsegin dögum. Vísir/Vilhelm Gelt var á Heiði Eiríksdóttur tónlistarkonu á laugardagskvöld af ungum drengjum, þar sem hún var á leið heim á göngu í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni eftir gleðskap þeirra í tilefni af Hinsegin dögum. Drengirnir tóku geltið upp á myndband. Hún segir að um hafi verið að ræða ömurlegan endi á kvöldinu og að það sé alveg ljóst að þörf sé á hinsegin dögum. Heiða segir frá atvikinu á samfélagsmiðlum. Þar segist hún hafa farið út að borða með vinkonu sinni í miðbæinn og að þær hafi svo farið í gönguferð. Þær hafi komið við á barnum 22 og svo á skemmtistaðnum Kíkí þar sem þær hafi dansað, hlegið og verið frjálsar. Yfirleitt pönkari en fór í drag þetta kvöld „Ég er yfirleitt frekar mikill pönkari í klæðaburði en ákvað að vera í dragi í gær. Drag hjá mér er að fara í pallíettukjól og vera extra mikil gella sem ég er ekki venjulega, en ég er samt stelpa sem er skotin í strákum,“ skrifar Heiða sem bætir því við að það séu kannski ekki alltaf hefðbundnir strákar. „Kannski ekki alltaf hefðbundnum strákum. Meira svona óstelpuleg stelpa sem er skotin í óstrákalegum strákum. En hvað er svosem það að vera stelpulegur eða strákalegur? Í dag er sem betur fer pláss fyrir allskonar. Einhverntíma skilgreindi ég mig sem queer. Nýlega fattaði ég það að ég væri kannski bara non-binary í minni kynvitund en ég væri streit í minni kynhneigð.“ Tóku myndband af geltinu Hún og vinkona hennar hafi um tíuleytið þetta kvöld ákveðið að halda heim á leið. Þær hafi verið glaðar og þreyttar, ánægðar með kvöldið. „Þá mætum við þremur ungum strákum sem gelta á okkur og eru að taka upp á myndband viðbrögð okkar og þeim finnast þeir æðislega fyndnir. Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu. Ef þeir hefðu stoppað og boðið uppá spjall þá hefði ég kannski náð að tala við þá og spyrja út í þetta, en þeir bara löbbuðu áfram hlægjandi.“ Heiða segir viðbrögð sín við þessu hafa verið pönkuð og ekki neitt útpæld. Hún hafi elt strákana með fokkjúmerki á lofti niður hálfa Hverfisgötu, alveg sjóðandi brjáluð. Hún kallaði þá heimska og sneri svo við. Heiða segist ekki vita hvort þetta hafi verið rétt viðbrögð hjá sér, hún sé pönkari í hjartanu. Þurfi að standa saman gegn fordómum „Ég var aldrei hrædd en djöfull fannst mér þetta leiðinlegt. Ömurlegur endir á frábæru kvöldi. Þegar ég kom heim og fór að sofa fór ég í alvöru að velta því fyrir mér hvort ég hefði kannski ekki átt að vera í þessum glamúrkjól og þeir hefðu ekki gert þetta ef ég hefði verið í venjulegu gallabuxunum og þungarokksbolnum sem ég klæðist oft.“ Heiða segir að hún hafi svo fattað að hún hafi ekki gert neitt rangt. Ekki frekar en öll hin sem lendi í þessu fáránlega gelti, sem Heiða hafi heyrt um en aldrei lent sjálf í fyrr en nú. „Þetta er svo mikið diss. Þetta er svo mikið gert viljandi til að reyna að láta einhverjum öðrum líða illa. Þetta er svo mikill óþarfi. Gay Pride er nauðsynlegt og við öll sem erum ekki með neina fordóma þurfum að vera sterk þegar kemur að því að uppfræða og uppræta þannig fordóma hjá hræddu fólki. Því hvað eru fordómar annað en hræðsla? Það er algjörlega stranglega bannað að vera fáviti. Stundum gleymist að láta öll vita af því. Hjálpumst að!“ Hinsegin Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Heiða segir frá atvikinu á samfélagsmiðlum. Þar segist hún hafa farið út að borða með vinkonu sinni í miðbæinn og að þær hafi svo farið í gönguferð. Þær hafi komið við á barnum 22 og svo á skemmtistaðnum Kíkí þar sem þær hafi dansað, hlegið og verið frjálsar. Yfirleitt pönkari en fór í drag þetta kvöld „Ég er yfirleitt frekar mikill pönkari í klæðaburði en ákvað að vera í dragi í gær. Drag hjá mér er að fara í pallíettukjól og vera extra mikil gella sem ég er ekki venjulega, en ég er samt stelpa sem er skotin í strákum,“ skrifar Heiða sem bætir því við að það séu kannski ekki alltaf hefðbundnir strákar. „Kannski ekki alltaf hefðbundnum strákum. Meira svona óstelpuleg stelpa sem er skotin í óstrákalegum strákum. En hvað er svosem það að vera stelpulegur eða strákalegur? Í dag er sem betur fer pláss fyrir allskonar. Einhverntíma skilgreindi ég mig sem queer. Nýlega fattaði ég það að ég væri kannski bara non-binary í minni kynvitund en ég væri streit í minni kynhneigð.“ Tóku myndband af geltinu Hún og vinkona hennar hafi um tíuleytið þetta kvöld ákveðið að halda heim á leið. Þær hafi verið glaðar og þreyttar, ánægðar með kvöldið. „Þá mætum við þremur ungum strákum sem gelta á okkur og eru að taka upp á myndband viðbrögð okkar og þeim finnast þeir æðislega fyndnir. Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu. Ef þeir hefðu stoppað og boðið uppá spjall þá hefði ég kannski náð að tala við þá og spyrja út í þetta, en þeir bara löbbuðu áfram hlægjandi.“ Heiða segir viðbrögð sín við þessu hafa verið pönkuð og ekki neitt útpæld. Hún hafi elt strákana með fokkjúmerki á lofti niður hálfa Hverfisgötu, alveg sjóðandi brjáluð. Hún kallaði þá heimska og sneri svo við. Heiða segist ekki vita hvort þetta hafi verið rétt viðbrögð hjá sér, hún sé pönkari í hjartanu. Þurfi að standa saman gegn fordómum „Ég var aldrei hrædd en djöfull fannst mér þetta leiðinlegt. Ömurlegur endir á frábæru kvöldi. Þegar ég kom heim og fór að sofa fór ég í alvöru að velta því fyrir mér hvort ég hefði kannski ekki átt að vera í þessum glamúrkjól og þeir hefðu ekki gert þetta ef ég hefði verið í venjulegu gallabuxunum og þungarokksbolnum sem ég klæðist oft.“ Heiða segir að hún hafi svo fattað að hún hafi ekki gert neitt rangt. Ekki frekar en öll hin sem lendi í þessu fáránlega gelti, sem Heiða hafi heyrt um en aldrei lent sjálf í fyrr en nú. „Þetta er svo mikið diss. Þetta er svo mikið gert viljandi til að reyna að láta einhverjum öðrum líða illa. Þetta er svo mikill óþarfi. Gay Pride er nauðsynlegt og við öll sem erum ekki með neina fordóma þurfum að vera sterk þegar kemur að því að uppfræða og uppræta þannig fordóma hjá hræddu fólki. Því hvað eru fordómar annað en hræðsla? Það er algjörlega stranglega bannað að vera fáviti. Stundum gleymist að láta öll vita af því. Hjálpumst að!“
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira