Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 14:31 Davíð svarar vangaveltum Ragnhildar Öldu í viðtali á Vísi. vísir Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali á Bylgjunni í gær að miðað við áætlaðan kostnað við Borgarlínu hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu frekar en Borgarlínu. Vísir bar ummæli Ragnhildar Öldu undir Davíð Þorláksson framkvæmdastjóra Betri samgangna, fyrirtækis sem sett var á laggirnar til að annast samgönguframkvæmdir sáttmálans. „Þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var gert árið 2015 voru ýmsir möguleikar skoðaðir. Þá var tekin ákvörðun um að fara í Borgarlínu, hraðvagnakerfi á sérakreinum. Auðvitað fylgjumst við með því hvernig hlutirnir þróast, hvað tækni varðar, en á þessu stigi er engin ástæða til þess að breyta út af þessum plönum núna.“ Þumalputtaregla sé að hver kílómeter af neðanjarðarlest kosti um fimm sinnum meira en borgarlínukerfi. „Það er því alveg ljóst að það er enginn grundvöllur fyrir því að fara í neðanjarðarlestakerfi í Reykjavík. Það væri fimm sinnum dýrara að minnsta kosti, fyrir utan það að það tæki lengri tíma. Síðan eru þjónustugæðin að mörgu leyti lakari þar sem það þarf að labba lengra til að finna næstu stöð, þar sem það væru færri og dýrari stöðvar.“ Hann ítrekar að níu ár séu liðin frá því að ákveðið hafi verið að hefja Borgarlínuverkefnið. „Það er í raun bara leiðinlegt að við séum ekki komin lengra með verkefnið.“ „Nú förum við á fullt“ Uppfærður samgöngusáttmáli var kynntur fyrr í mánuðinum. Þar voru óbreytt Borgarlínuáform en áætlun framlengd til ársins 2040. Kostnaður við sáttmálann í heild er 311 milljarðar króna. „Það er því búið að endurnýja verkefnið með uppfærðum sáttmála og nú bara förum við á fullt og bjóðum út fyllingar vegna Fossvogsbrúarinnar, sem er svona fyrsta stóra Borgarlínuframkvæmdin.“ Kostnaðurinn við framkvæmdirnar sé réttlætanlegur. „Alveg klárlega. Það var gerð arðsemisgreining á þessum nýju kostnaðartölum sáttmálans sem sýnir að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í sáttmálanum, koma þrjár og hálf króna til baka. Kostnaðartölur hafa aukist, bæði hefur verðlag hækkað mikið en svo voru framkvæmdir stutt á veg komnar en núna höfum við áreiðanlegri tölur en árið 2019.“ Umrædda arðsemisgreiningu má nálgast í kafla fjögur í uppfærðum sáttmála. Erfitt að fylgja þræði Ragnhildur Alda nefndi fleiri möguleika líkt og „létta borgarlínu“ sem væri ódýrari og til hliðar við aðra umferð, ekki í miðjunni. „Annars vegar er verið að tala um að fara í fimm sinnum dýrari lausnir og hins vegar að fara í ódýrari lausn, þannig það getur verið erfitt að fylgja þræði í þessu,“ segir Davíð og heldur áfram: „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu óskuðu eftir umsögn um þennan kost og við fórum vel yfir þetta. Umsögn okkar útskýrir vel hvers vegna létta borgarlínan gengur ekki. Hún snýst um að gera fleiri sérakreinar fyrir Strætó í kanti, sem búið er að gera í dag og hefur skilað takmörkuðum árangri. Það breytir því ekki að víða er Strætó bara víða fastur með umferðinni. Það er lykilatriði að fá sérrými fyrir borgarlínuna, til þess að það sé kostur að nota Borgarlínuna gagnvart bílnum.“ Umsögnina sem Davíð vísar til má nálgast hér. Samgöngur Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali á Bylgjunni í gær að miðað við áætlaðan kostnað við Borgarlínu hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu frekar en Borgarlínu. Vísir bar ummæli Ragnhildar Öldu undir Davíð Þorláksson framkvæmdastjóra Betri samgangna, fyrirtækis sem sett var á laggirnar til að annast samgönguframkvæmdir sáttmálans. „Þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var gert árið 2015 voru ýmsir möguleikar skoðaðir. Þá var tekin ákvörðun um að fara í Borgarlínu, hraðvagnakerfi á sérakreinum. Auðvitað fylgjumst við með því hvernig hlutirnir þróast, hvað tækni varðar, en á þessu stigi er engin ástæða til þess að breyta út af þessum plönum núna.“ Þumalputtaregla sé að hver kílómeter af neðanjarðarlest kosti um fimm sinnum meira en borgarlínukerfi. „Það er því alveg ljóst að það er enginn grundvöllur fyrir því að fara í neðanjarðarlestakerfi í Reykjavík. Það væri fimm sinnum dýrara að minnsta kosti, fyrir utan það að það tæki lengri tíma. Síðan eru þjónustugæðin að mörgu leyti lakari þar sem það þarf að labba lengra til að finna næstu stöð, þar sem það væru færri og dýrari stöðvar.“ Hann ítrekar að níu ár séu liðin frá því að ákveðið hafi verið að hefja Borgarlínuverkefnið. „Það er í raun bara leiðinlegt að við séum ekki komin lengra með verkefnið.“ „Nú förum við á fullt“ Uppfærður samgöngusáttmáli var kynntur fyrr í mánuðinum. Þar voru óbreytt Borgarlínuáform en áætlun framlengd til ársins 2040. Kostnaður við sáttmálann í heild er 311 milljarðar króna. „Það er því búið að endurnýja verkefnið með uppfærðum sáttmála og nú bara förum við á fullt og bjóðum út fyllingar vegna Fossvogsbrúarinnar, sem er svona fyrsta stóra Borgarlínuframkvæmdin.“ Kostnaðurinn við framkvæmdirnar sé réttlætanlegur. „Alveg klárlega. Það var gerð arðsemisgreining á þessum nýju kostnaðartölum sáttmálans sem sýnir að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í sáttmálanum, koma þrjár og hálf króna til baka. Kostnaðartölur hafa aukist, bæði hefur verðlag hækkað mikið en svo voru framkvæmdir stutt á veg komnar en núna höfum við áreiðanlegri tölur en árið 2019.“ Umrædda arðsemisgreiningu má nálgast í kafla fjögur í uppfærðum sáttmála. Erfitt að fylgja þræði Ragnhildur Alda nefndi fleiri möguleika líkt og „létta borgarlínu“ sem væri ódýrari og til hliðar við aðra umferð, ekki í miðjunni. „Annars vegar er verið að tala um að fara í fimm sinnum dýrari lausnir og hins vegar að fara í ódýrari lausn, þannig það getur verið erfitt að fylgja þræði í þessu,“ segir Davíð og heldur áfram: „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu óskuðu eftir umsögn um þennan kost og við fórum vel yfir þetta. Umsögn okkar útskýrir vel hvers vegna létta borgarlínan gengur ekki. Hún snýst um að gera fleiri sérakreinar fyrir Strætó í kanti, sem búið er að gera í dag og hefur skilað takmörkuðum árangri. Það breytir því ekki að víða er Strætó bara víða fastur með umferðinni. Það er lykilatriði að fá sérrými fyrir borgarlínuna, til þess að það sé kostur að nota Borgarlínuna gagnvart bílnum.“ Umsögnina sem Davíð vísar til má nálgast hér.
Samgöngur Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira