Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2024 14:06 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur mikla trú á að samfélagslögregla geti gert gæfumuninn í átaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal barna og ungmenna. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“ Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira