Reyndist ekki faðir stúlknanna Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2024 12:52 Lögregla hafði afskipti af stúlkunum þegar þær komu til landsins með flugi 4. júlí 2023. Vísir/Vilhelm Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels