Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2024 14:12 Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu breskir dómstólar komast í máli Odds Eysteins Friðrikssonar. Heimildin/Davíð Þór Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. Málflutningur í máli Samherja gegn Oddi Eysteini, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, fór fram í London í gær. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Oddur smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Vefsíðan var með ensku léni og fyrir vikið er málið tekið fyrir af dómstólum í Bretlandi. Oddur hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji segir í tilkynningu rétt að greina frá því að í misnotkun hafi ekki aðeins falist listrænn tilgangur eins og Oddur hafi haldið fram. „Því auk þess var reynt að hafa fé af Samherja með því að fela auglýsingastofu birtingu á auglýsingaefni af sama tagi gegn greiðslu frá Samherja,“ segir í tilkynningu á vef Samherja. Átt fárra kosta völ Við slíkt sé að sjálfsögðu ekki hægt að una og hafi ekkert með list eða tjáningarfrelsi að gera. „Vörumerki Samherja hefur verið byggt upp á liðlega fjórum áratugum um allan heim og skylda félagsins er að verja lögbundið vörumerki félagsins.“ Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.Vísir/Vilhelm Samherji hafi átt fárra kosta völ en að leita til dómstóla, sem sé hinn hefðbundni vettvangur til úrlausna deilumála. „Samherji hafði engan áhuga á að höfða ofangreint mál gegn Oddi Eysteini umfram það að fá hann til að leiðrétta vísvitandi brot sín og bauð honum að ljúka málinu utan dómstóla með því að afhenda Samherja lénið og gangast við því að endurtaka ekki brot sín. Oddur hefur kosið að hafna því og taka til varnar í málinu.“ Virða réttindi samborgara Samherji styðji stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi listamanna og annarra og taki enga afstöðu með eða á móti listaverkum einstakra aðila. „En hér var um að ræða víðtækt alvarlegt brot sem ekki var hægt að réttlæta með vísunum til listrænnar tjáningar,“ segir í tilkynningunni. Samherji hvetji til listrænna sköpunar og hafi haft það að samfélagslegu markmiði að styðja við listamenn í gegnum árin. „Hvetur Samherji Odd Eysteinn til frekari verka en um leið að virða réttindi og störf annarra samborgara sinna samhliða listsköpun sinni.“ Afsökunarbeiðnin sem Oddur gaf út í nafni Samherja tengdist ásökum á hendur sjávarútvegsrisanum vegna spillingarmála í Namibíu. Fulltrúar fyrirtækisins voru sakaðir um að bera fé á áhrifamenn þar til þess að tryggja sér aflaheimildir. Bandalag íslenskra listamanna lýsti yfir stuðningi við Odd í sumar og hvatti Samherja til þess að láta málið gegn honum falla niður. Sjálfur hefur Oddur safnað fjármagni til að standa straum af réttarhöldunum. Hann hefur safnað 2900 pundum á vefsíðunni Crowdjustice og 58 þúsund norskum krónum á GoFundme. Samanlagt um 1275 þúsund íslenskum krónum. Samherjaskjölin Bretland Myndlist Höfundarréttur Tjáningarfrelsi Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Málflutningur í máli Samherja gegn Oddi Eysteini, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, fór fram í London í gær. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Oddur smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Vefsíðan var með ensku léni og fyrir vikið er málið tekið fyrir af dómstólum í Bretlandi. Oddur hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji segir í tilkynningu rétt að greina frá því að í misnotkun hafi ekki aðeins falist listrænn tilgangur eins og Oddur hafi haldið fram. „Því auk þess var reynt að hafa fé af Samherja með því að fela auglýsingastofu birtingu á auglýsingaefni af sama tagi gegn greiðslu frá Samherja,“ segir í tilkynningu á vef Samherja. Átt fárra kosta völ Við slíkt sé að sjálfsögðu ekki hægt að una og hafi ekkert með list eða tjáningarfrelsi að gera. „Vörumerki Samherja hefur verið byggt upp á liðlega fjórum áratugum um allan heim og skylda félagsins er að verja lögbundið vörumerki félagsins.“ Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.Vísir/Vilhelm Samherji hafi átt fárra kosta völ en að leita til dómstóla, sem sé hinn hefðbundni vettvangur til úrlausna deilumála. „Samherji hafði engan áhuga á að höfða ofangreint mál gegn Oddi Eysteini umfram það að fá hann til að leiðrétta vísvitandi brot sín og bauð honum að ljúka málinu utan dómstóla með því að afhenda Samherja lénið og gangast við því að endurtaka ekki brot sín. Oddur hefur kosið að hafna því og taka til varnar í málinu.“ Virða réttindi samborgara Samherji styðji stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi listamanna og annarra og taki enga afstöðu með eða á móti listaverkum einstakra aðila. „En hér var um að ræða víðtækt alvarlegt brot sem ekki var hægt að réttlæta með vísunum til listrænnar tjáningar,“ segir í tilkynningunni. Samherji hvetji til listrænna sköpunar og hafi haft það að samfélagslegu markmiði að styðja við listamenn í gegnum árin. „Hvetur Samherji Odd Eysteinn til frekari verka en um leið að virða réttindi og störf annarra samborgara sinna samhliða listsköpun sinni.“ Afsökunarbeiðnin sem Oddur gaf út í nafni Samherja tengdist ásökum á hendur sjávarútvegsrisanum vegna spillingarmála í Namibíu. Fulltrúar fyrirtækisins voru sakaðir um að bera fé á áhrifamenn þar til þess að tryggja sér aflaheimildir. Bandalag íslenskra listamanna lýsti yfir stuðningi við Odd í sumar og hvatti Samherja til þess að láta málið gegn honum falla niður. Sjálfur hefur Oddur safnað fjármagni til að standa straum af réttarhöldunum. Hann hefur safnað 2900 pundum á vefsíðunni Crowdjustice og 58 þúsund norskum krónum á GoFundme. Samanlagt um 1275 þúsund íslenskum krónum.
Samherjaskjölin Bretland Myndlist Höfundarréttur Tjáningarfrelsi Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira