Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 15:20 Fulltrúar Eflingar mótmæltu fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu á Frakkastíg fimmtudagskvöldið 12. september 2024. Vísir/Magnús Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. Hópur á vegum Eflingar mótmælti meintum launaþjófnaði fyrir utan veitingastaðinn í síðasta mánuði. Síðan þá hefur sendiferðabíl á vegum stéttarfélagsins verið lagt fyrir utan veitingastaðinn sem á eru letraðar ásakanir um launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik. Forsvarsmenn Eflingar höfnuðu því að fjarlægja bílinn þrátt fyrir að hópur núverandi starfsfólks Ítalíu hefði mótmælt við skrifstofur stéttarfélagsins á föstudag. Starfsfólkið sagðist óttast að missa störf sín á staðnum þar sem skilaboð Eflingar fældu frá viðskiptavini. Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, segir að staðurinn hafi verið lokaður frá því í síðustu viku á meðan farið sé yfir málið. Ekki sé ljóst hvort hann verði opnaður aftur en það verði þá að minnsta kosti ekki á Frakkastíg. Ekki sé búið að ákveða að loka staðnum varanlega og engum hafi enn verið sagt upp störfum. „Ég ætla bara að byrja á því að svara þessum ásökunum og sjá svo bara til með framhaldið,“ segir Elvar. Lögfræðingur hans hafi ítrekað við Eflingu að fá upplýsingar um á hvaða gögnum félagið byggi ásakanir sínar. „Við fáum engin svör. Samkvæmt okkar bókum erum við með þessa pappíra alla á hreinu.“ Segir starfsfólk enn eiga inni laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrti að Elvar hefði enn ekki greitt stórum hópi fólks laun og að hann skuldaði skattinum tugi milljóna króna á föstudag. Efling ætlaði þess vegna ekki að hætta herferð sinni gegn fyrirtækinu. Elvar hafnaði þessum ásökunum í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir helgi en viðurkenndi að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hefðu dregist. Fullyrti hann að unnið væri að því að lagfæra það. Veitingastaðir Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Hópur á vegum Eflingar mótmælti meintum launaþjófnaði fyrir utan veitingastaðinn í síðasta mánuði. Síðan þá hefur sendiferðabíl á vegum stéttarfélagsins verið lagt fyrir utan veitingastaðinn sem á eru letraðar ásakanir um launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik. Forsvarsmenn Eflingar höfnuðu því að fjarlægja bílinn þrátt fyrir að hópur núverandi starfsfólks Ítalíu hefði mótmælt við skrifstofur stéttarfélagsins á föstudag. Starfsfólkið sagðist óttast að missa störf sín á staðnum þar sem skilaboð Eflingar fældu frá viðskiptavini. Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, segir að staðurinn hafi verið lokaður frá því í síðustu viku á meðan farið sé yfir málið. Ekki sé ljóst hvort hann verði opnaður aftur en það verði þá að minnsta kosti ekki á Frakkastíg. Ekki sé búið að ákveða að loka staðnum varanlega og engum hafi enn verið sagt upp störfum. „Ég ætla bara að byrja á því að svara þessum ásökunum og sjá svo bara til með framhaldið,“ segir Elvar. Lögfræðingur hans hafi ítrekað við Eflingu að fá upplýsingar um á hvaða gögnum félagið byggi ásakanir sínar. „Við fáum engin svör. Samkvæmt okkar bókum erum við með þessa pappíra alla á hreinu.“ Segir starfsfólk enn eiga inni laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrti að Elvar hefði enn ekki greitt stórum hópi fólks laun og að hann skuldaði skattinum tugi milljóna króna á föstudag. Efling ætlaði þess vegna ekki að hætta herferð sinni gegn fyrirtækinu. Elvar hafnaði þessum ásökunum í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir helgi en viðurkenndi að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hefðu dregist. Fullyrti hann að unnið væri að því að lagfæra það.
Veitingastaðir Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46