Allir spá lægri vöxtum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:49 Lilja Sólveig Kro hagfræðingur hjá Arion banka býst við því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti í fyrramálið. Aðsend Hagfræðingur hjá Arion greiningu telur líklegast að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um núll komma fimm prósent á morgun, þegar vaxtaákvörðun verður kynnt. Verðbólga sé farin að hjaðna og verðbólguhorfur fari batnandi. Á Innherja á Vísi er umfjöllun um næstu ákvörðun Peningastefnunefndar. Fréttamaður leitaði til greinenda á fjármálamarkaði, sjóðstjóra, hagfræðinga og stjórnenda lífeyrissjóða. Enginn vafi virtist leika á því að vaxtalækkunarferlið muni halda áfram – eina spurningin sé hversu stórt skref verði stigið. Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur hjá Arion greiningu, er þar ekki undanskilin. „Það má segja að vaxtalækkunarferlið hafi hafist í október og greiningaraðilar eru sammála um að vextir verði lækkaðir á morgun, spurningin er hversu mikið þeir verða lækkaðir. Það eru fimm einstaklingar í þessari nefnd og þeir hafa sínar skoðanir og eru kannski ekkert endilega að horfa á sömu hlutina. Það er ekki gefið hvað þeir gera en við teljum líklegast að þeir lækki vexti um 50 á morgun,“ segir Lilja Sólveig. Það sem styðji slíka ákvörðun helst séu að háu vextirnir sem þjóðin hefur búið við séu farnir að hafa áhrif á hagkerfið. „Það er að hægja á og verðbólga er að minnka. Hún mælist núna 5,1% og við væntum þess að hún lækki niður í 4,5% í nóvember þannig að verðbólguhorfur eru að batna sem gefur Seðlabankanum tækifæri til að lækka nafnvexti en halda sama aðhaldi í gegnum raunvexti.“ Nokkrir óvissuþættir geti þó orðið þess valdandi að einhverjir nefndarmanna vilji taka varfærari skref. „Við gerum ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 50 punkta en það gæti farið svo að nefndin ákveði að taka minni skref þar sem það eru blikur á lofti á vinnumarkaði og óvissa varðandi kosningar og nú sjáum við líka að þrátt fyrir að hagkerfið sé byrjað að hægja á sér þá eru að berast vísbendingar sem sýna að það er ennþá töluverður kraftur í hagkerfinu, til dæmis tölur um kortaveltu sem voru að berast fyrir helgi sem sýna sex prósent vöxt í kortaveltu Íslendinga svo það er alveg ástæða til að sýna meiri varkárni og taka minni skref en svo gæti líka nefndin metið það svo að verðbólguhorfur séu búnar að batna það mikið og verðbólga muni koma hraðar niður en þeir gerðu áður ráð fyrir.“ Seðlabankinn Arion banki Fjármálamarkaðir Efnahagsmál Tengdar fréttir „Allt galopið“ en mikill meirihluti telur að bankinn láti 50 punkta lækkun duga Horfur eru á að raunvaxtastigið fari ört hækkandi á komandi mánuðum, mun meira en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sagt nauðsynlegt til að ná niður verðbólgu í markmið, og því er nefndin undir þrýstingi um að ráðast í að lágmarki fimmtíu punkta vaxtalækkun að mati mikils meirihluta markaðsaðila. Á meðan sumir álíta að „skortur á kjarki“ muni aftra því að tekið verði enn stærra skref þótt svigrúm sé til þess, samkvæmt könnun Innherja, þá nefna aðrir að peningastefnunefndin vilji sýna varfærni og horfi meðal annars til meiri fjárlagahalla en upphaflega var ráðgert og óvissu á opinberum vinnumarkaði. 18. nóvember 2024 07:33 Raunstýrivextir eru að „dúndrast upp“ sem gæti opnað á 75 punkta lækkun Flestir hagvísar sýna að það er að hægjast verulega um í hagkerfinu og peningastefnunefnd Seðlabankans, sem birtir síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu um miðja næstu viku, mun að líkindum horfa mjög til þess við mat á raunstýrivöxtum á komandi mánuðum. Að óbreyttu er útlit fyrir að raunstýrivextir séu að fara „dúndrast“ upp þegar kemur inn á nýtt ár, að sögn skuldabréfamiðlara, sem telur ekki ólíklegt að nefndin muni því núna ráðast í 75 punkta vaxtalækkun. 12. nóvember 2024 11:43 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Á Innherja á Vísi er umfjöllun um næstu ákvörðun Peningastefnunefndar. Fréttamaður leitaði til greinenda á fjármálamarkaði, sjóðstjóra, hagfræðinga og stjórnenda lífeyrissjóða. Enginn vafi virtist leika á því að vaxtalækkunarferlið muni halda áfram – eina spurningin sé hversu stórt skref verði stigið. Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur hjá Arion greiningu, er þar ekki undanskilin. „Það má segja að vaxtalækkunarferlið hafi hafist í október og greiningaraðilar eru sammála um að vextir verði lækkaðir á morgun, spurningin er hversu mikið þeir verða lækkaðir. Það eru fimm einstaklingar í þessari nefnd og þeir hafa sínar skoðanir og eru kannski ekkert endilega að horfa á sömu hlutina. Það er ekki gefið hvað þeir gera en við teljum líklegast að þeir lækki vexti um 50 á morgun,“ segir Lilja Sólveig. Það sem styðji slíka ákvörðun helst séu að háu vextirnir sem þjóðin hefur búið við séu farnir að hafa áhrif á hagkerfið. „Það er að hægja á og verðbólga er að minnka. Hún mælist núna 5,1% og við væntum þess að hún lækki niður í 4,5% í nóvember þannig að verðbólguhorfur eru að batna sem gefur Seðlabankanum tækifæri til að lækka nafnvexti en halda sama aðhaldi í gegnum raunvexti.“ Nokkrir óvissuþættir geti þó orðið þess valdandi að einhverjir nefndarmanna vilji taka varfærari skref. „Við gerum ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 50 punkta en það gæti farið svo að nefndin ákveði að taka minni skref þar sem það eru blikur á lofti á vinnumarkaði og óvissa varðandi kosningar og nú sjáum við líka að þrátt fyrir að hagkerfið sé byrjað að hægja á sér þá eru að berast vísbendingar sem sýna að það er ennþá töluverður kraftur í hagkerfinu, til dæmis tölur um kortaveltu sem voru að berast fyrir helgi sem sýna sex prósent vöxt í kortaveltu Íslendinga svo það er alveg ástæða til að sýna meiri varkárni og taka minni skref en svo gæti líka nefndin metið það svo að verðbólguhorfur séu búnar að batna það mikið og verðbólga muni koma hraðar niður en þeir gerðu áður ráð fyrir.“
Seðlabankinn Arion banki Fjármálamarkaðir Efnahagsmál Tengdar fréttir „Allt galopið“ en mikill meirihluti telur að bankinn láti 50 punkta lækkun duga Horfur eru á að raunvaxtastigið fari ört hækkandi á komandi mánuðum, mun meira en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sagt nauðsynlegt til að ná niður verðbólgu í markmið, og því er nefndin undir þrýstingi um að ráðast í að lágmarki fimmtíu punkta vaxtalækkun að mati mikils meirihluta markaðsaðila. Á meðan sumir álíta að „skortur á kjarki“ muni aftra því að tekið verði enn stærra skref þótt svigrúm sé til þess, samkvæmt könnun Innherja, þá nefna aðrir að peningastefnunefndin vilji sýna varfærni og horfi meðal annars til meiri fjárlagahalla en upphaflega var ráðgert og óvissu á opinberum vinnumarkaði. 18. nóvember 2024 07:33 Raunstýrivextir eru að „dúndrast upp“ sem gæti opnað á 75 punkta lækkun Flestir hagvísar sýna að það er að hægjast verulega um í hagkerfinu og peningastefnunefnd Seðlabankans, sem birtir síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu um miðja næstu viku, mun að líkindum horfa mjög til þess við mat á raunstýrivöxtum á komandi mánuðum. Að óbreyttu er útlit fyrir að raunstýrivextir séu að fara „dúndrast“ upp þegar kemur inn á nýtt ár, að sögn skuldabréfamiðlara, sem telur ekki ólíklegt að nefndin muni því núna ráðast í 75 punkta vaxtalækkun. 12. nóvember 2024 11:43 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
„Allt galopið“ en mikill meirihluti telur að bankinn láti 50 punkta lækkun duga Horfur eru á að raunvaxtastigið fari ört hækkandi á komandi mánuðum, mun meira en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sagt nauðsynlegt til að ná niður verðbólgu í markmið, og því er nefndin undir þrýstingi um að ráðast í að lágmarki fimmtíu punkta vaxtalækkun að mati mikils meirihluta markaðsaðila. Á meðan sumir álíta að „skortur á kjarki“ muni aftra því að tekið verði enn stærra skref þótt svigrúm sé til þess, samkvæmt könnun Innherja, þá nefna aðrir að peningastefnunefndin vilji sýna varfærni og horfi meðal annars til meiri fjárlagahalla en upphaflega var ráðgert og óvissu á opinberum vinnumarkaði. 18. nóvember 2024 07:33
Raunstýrivextir eru að „dúndrast upp“ sem gæti opnað á 75 punkta lækkun Flestir hagvísar sýna að það er að hægjast verulega um í hagkerfinu og peningastefnunefnd Seðlabankans, sem birtir síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu um miðja næstu viku, mun að líkindum horfa mjög til þess við mat á raunstýrivöxtum á komandi mánuðum. Að óbreyttu er útlit fyrir að raunstýrivextir séu að fara „dúndrast“ upp þegar kemur inn á nýtt ár, að sögn skuldabréfamiðlara, sem telur ekki ólíklegt að nefndin muni því núna ráðast í 75 punkta vaxtalækkun. 12. nóvember 2024 11:43