Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:03 3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Örn Bárður Jónsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar