Ísland ekki sent fleiri til leiks á HM síðan 2016 Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 12:02 Íslenska sundfólkið ásamt teyminu sem þeim fylgir út til Búdapest að Hrafnhildi Lúthersdóttur undanskilinni en hún mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun af hópnum á meðan á mótinu stendur. Mynd: Sundsamband Íslands Heimsmeistaramótið í 25m laug hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi og stendur yfir þar til í lok vikunnar. Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni átta keppendur til leiks. Reynslubolta í bland við efnilegt sundfólk. Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund. Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Sjá meira
Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund.
Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun
Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti