Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 12:47 Víkingar eiga sér rosa góðan draum um að komast áfram í Sambandsdeild Evrópu. Þeir gætu þá mögulega mætt liði á borð við Real Betis í umspilsleikjum í febrúar, um sæti í 16-liða úrslitum. Vísir/Ernir Víkingar þurfa stig gegn LASK í Austurríki í kvöld til þess að þurfa ekki að treysta á nein önnur úrslit, í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eiga þó ágæta von um að komast á næsta stig keppninnar. Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka.
Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira