Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2024 22:17 Donald Trump hefur blásið í glæður ýmissa mála sem hann hélt uppi í forsetatíð sinni, sum eru sérkennilegri en önnur, eins og hugmynd hans um að „kaupa“ Grænland. AP/Evan Vucc Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Fyrir rétt rúmri viku gantaðist Trump með það á samfélagsmiðli sínum Truth Social að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Það væri hávær krafa um það innan úr landinu norðan við Bandaríkin. Þó að um augljóst grín hafi verið að ræða hafa engir fyrirvarar verið settir á hugmyndir hans um til að mynda Panama-skurðinn. Trump ræddi það á ráðstefnu í Arizona-ríki um síðustu helgi að Panama væri að rukka bandarísk skip „fáranleg, mjög ósanngjörn gjöld“ fyrir afnot af Panama-skurðinum. Bandaríkjamenn veittu Panamamönnum full yfirráð yfir skurðinum árið 1970 eftir að hafa tekið að sér byggingu skurðarins á fyrri hluta 20. aldar. Trump sagði hins vegar ljóst að ef „féflettingin“ hætti ekki þá myndi hann krefjast þess að skurðinum yrði aftur skilað til Bandaríkjanna, án þess að ræða útfærsluna á því neitt nánar. Hann bætti því við að hann vildi ekki að Panama-skurðurinn „félli í rangar hendur“ og þá sérstaklega ekki í hendur Kínverja, sem hafa sinna hagsmuna að gæta hvað skurðinn varðar. Kína er annar stærsti notandi skurðarins á eftir Bandaríkjamönnum, samkvæmt opinberum gögnum. José Raúl Mulino forseti Panama hefur tekið af öll tvímæli um að skurðurinn Panama tilheyrði hans ríki og muni gera það áfram. Danir auka útgjöld til varnarmála Auk þessa hefur Trump um árabil lýst yfir áhuga sínum á að „kaupa Grænland“, nokkuð sem yfirvöld í Grænlandi, og Danmörku, hafa lýst yfir að sé ekki möguleiki. Þessar hugmyndir viðraði Trump í forsetatíð sinni, en jafnframt nýlega á samfélagsmiðlum. Elsti sonur Trump, Eric Trump, birti einnig mynd sem sýnir Trump bæta Grænlandi, Panama-skurðinum og Kanada í vörukörfu á Amazon. We are so back!!! pic.twitter.com/PvybVULeAz— Eric Trump (@EricTrump) December 24, 2024 Trump er talinn vilja styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurslóðum og í því skyni ná yfirráðum á Grænlandi. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur í síðustu viku. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá tilkynntu Danir um stóraukin útgjöld til varnarmála í Grænlandi, daginn eftir tilkynninguna. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins hefur sömuleiðis sagt að Bandaríkjaher geti ekki verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði.
Grænland Bandaríkin Panama Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Segir Grænland ekki falt Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. 23. desember 2024 15:01