Ætlar að hitta kónginn í dag Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 09:39 Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Facebook Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. Upprunalega átti Egede að funda með Friðrik konungi klukkan tíu í dag, að dönskum tíma, en nú á nýr fundur að eiga sér stað klukkan tvö, samkvæmt frétt DR. Það er klukkan eitt að íslenskum tíma. Það að hætt var við fund Egeda og Friðriks á mánudaginn var af mörgum talið vandræðalegt fyrir kónginn. Sjá einnig: Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Fundurinn mun fara fram í skugga ummæla Trumps frá því í gær þegar hann hótaði því að beita Dani umfangsmiklum tollum til að þvinga þá til að láta Grænland af hendi og neitaði að útiloka að beita hervaldi til að öðlast eyjuna. Sjá einnig: Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Blaðamaður DR náði tali af Egede þegar hann lenti í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hann sagðist líta ummæli Trumps alvarlegum augum. Að öðru leyti tjáði hann sig lítið um ummælin. Áður en Trump neitaði að útiloka hernaðaríhlutun skrifaði Egeda á Facebook að Grænland tilheyrði Grænlendingum. Framtíð Grænlendinga og barátta þeirra um sjálfstæði væri þeirra mál en öðrum, eins og Dönum og Bandaríkjamönnum, væri frjálst að hafa skoðun á stöðu Grænlands. Hann sagði unnið að því á hverjum degi að gera Grænland sjálfstætt og Grænlendingar gætu og ættu að vinna með öðrum ríkjum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló á svipaða strengi í gær og sagði framtíð Grænlands vera í höndum Grænlendinga. Öll umræða um hana eigi að hefjast og enda í Nuuk. Fréttin hefur verið uppfærð vaðrandi tímamuninn á Íslandi og Danmörku. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Upprunalega átti Egede að funda með Friðrik konungi klukkan tíu í dag, að dönskum tíma, en nú á nýr fundur að eiga sér stað klukkan tvö, samkvæmt frétt DR. Það er klukkan eitt að íslenskum tíma. Það að hætt var við fund Egeda og Friðriks á mánudaginn var af mörgum talið vandræðalegt fyrir kónginn. Sjá einnig: Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Fundurinn mun fara fram í skugga ummæla Trumps frá því í gær þegar hann hótaði því að beita Dani umfangsmiklum tollum til að þvinga þá til að láta Grænland af hendi og neitaði að útiloka að beita hervaldi til að öðlast eyjuna. Sjá einnig: Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Blaðamaður DR náði tali af Egede þegar hann lenti í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hann sagðist líta ummæli Trumps alvarlegum augum. Að öðru leyti tjáði hann sig lítið um ummælin. Áður en Trump neitaði að útiloka hernaðaríhlutun skrifaði Egeda á Facebook að Grænland tilheyrði Grænlendingum. Framtíð Grænlendinga og barátta þeirra um sjálfstæði væri þeirra mál en öðrum, eins og Dönum og Bandaríkjamönnum, væri frjálst að hafa skoðun á stöðu Grænlands. Hann sagði unnið að því á hverjum degi að gera Grænland sjálfstætt og Grænlendingar gætu og ættu að vinna með öðrum ríkjum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló á svipaða strengi í gær og sagði framtíð Grænlands vera í höndum Grænlendinga. Öll umræða um hana eigi að hefjast og enda í Nuuk. Fréttin hefur verið uppfærð vaðrandi tímamuninn á Íslandi og Danmörku.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34
Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02