Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson og Martin Swift skrifa 14. janúar 2025 07:00 Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun