Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 12:14 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann hefur ekki viljað tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða um helgina. Vísir/Vilhelm Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði, þrátt fyrir að Arion banki hafi tilkynnt um áhuga á að sameinast Íslandsbanka. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands er atburðarás föstudagsins stuttlega reifuð en þá tilkynnti fjármálaráðuneytið um hvernig sölunni á 42,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka yrði háttað. Í fyrirkomulaginu felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Ríkið yrði að óbreyttu stærsti hluthafinn Skömmu síðar tilkynnti Arion banki til Kauphallar að stjórn bankans hefði sent stjórn Íslandsbanka erindi þar sem áhuga á samrunaviðræðum var lýst yfir. Í tilkynningu Arion banka sagði meðal annars að Arion banki væri reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Heldur ótrautt áfram Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að frestur stjórnar Íslandsbanka til að svara Arion banka sé fjórtán dagar. Í ljósi þess að um sé að ræða stórt mál, sem varði tvo skráða banka á samkeppnismarkaði með fjölbreyttan hluthafahóp, sé eðlilegt og nauðsynlegt að málið verðið metið með vönduðum hætti af hálfu ríkisins, stærsta hluthafans, áður en nokkur afstaða er tekin til erindis Arion banka. „Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði. Frumvarp um söluferlið var birt í samráðsgátt fyrir helgi og að loknu samráði verður málið tekið fyrir á Alþingi. Í frumvarpinu er lögð sérstök áhersla á framkvæmdina á útboðsferlinu, þ.e. á hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi, ásamt forgangi almennings.“ Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands er atburðarás föstudagsins stuttlega reifuð en þá tilkynnti fjármálaráðuneytið um hvernig sölunni á 42,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka yrði háttað. Í fyrirkomulaginu felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Ríkið yrði að óbreyttu stærsti hluthafinn Skömmu síðar tilkynnti Arion banki til Kauphallar að stjórn bankans hefði sent stjórn Íslandsbanka erindi þar sem áhuga á samrunaviðræðum var lýst yfir. Í tilkynningu Arion banka sagði meðal annars að Arion banki væri reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Heldur ótrautt áfram Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að frestur stjórnar Íslandsbanka til að svara Arion banka sé fjórtán dagar. Í ljósi þess að um sé að ræða stórt mál, sem varði tvo skráða banka á samkeppnismarkaði með fjölbreyttan hluthafahóp, sé eðlilegt og nauðsynlegt að málið verðið metið með vönduðum hætti af hálfu ríkisins, stærsta hluthafans, áður en nokkur afstaða er tekin til erindis Arion banka. „Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði. Frumvarp um söluferlið var birt í samráðsgátt fyrir helgi og að loknu samráði verður málið tekið fyrir á Alþingi. Í frumvarpinu er lögð sérstök áhersla á framkvæmdina á útboðsferlinu, þ.e. á hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi, ásamt forgangi almennings.“
Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira