Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 10:54 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Kauphöllin hefði athugunarmerkt Play vegna athugasemda endurskoðenda ársreiknings félagsins fyrir síðasta ár. Í ábendingunni segir að í skýrslu stjórnar sé þess getið að þróist aðstæður á verri veg, sé ekki hægt að útiloka að félagið styrki fjárhaginn með útgáfu hlutafjár eða öðrum hætti. Athugunarmerkingu Kauphallar er ætlað að gera markaðnum viðvart um að uppi séu sérstakar aðstæður varðandi útgefanda hlutabréfa eða hlutabréf hans, sem fjárfestar ættu að gefa sérstakan gaum. Kauphöllin brást við Í morgun birti Kauphöllin svo leiðréttingu á fyrri athugunarmerkingu til þess að koma í veg fyrir misskilning. „Nasdaq á Íslandi vill árétta að ekkert mat á rekstrarhæfni félagsins felst í athugunarmerkingunni. Henni er heldur ætlað að vekja athygli á athugasemdum endurskoðanda í ársreikningi þess.“ Markaðurinn líka Svo virðist sem einhverjum hafi ekki litist á blikuna þegar þeir sáu fréttaflutning um athugunarmerkinguna. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 16,76 prósent og stendur nú í 0,77 krónum. Það er lægsta gengi bréfa félagsins frá upphafi. Föstudaginn 25. október síðastliðinn stóð gengið í 0,82 krónum. Gengið hefur hæst verið 29,2 krónur, þann 14. október árið 2021. Líkt og svo oft áður þegar miklar breytingar verða á gengi hlutabréfa Play er um örviðskipti að ræða. Heildarvelta með bréfin hefur aðeins verið fimm milljónir króna í dag, í 40 viðskiptum. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59 Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í gær að Kauphöllin hefði athugunarmerkt Play vegna athugasemda endurskoðenda ársreiknings félagsins fyrir síðasta ár. Í ábendingunni segir að í skýrslu stjórnar sé þess getið að þróist aðstæður á verri veg, sé ekki hægt að útiloka að félagið styrki fjárhaginn með útgáfu hlutafjár eða öðrum hætti. Athugunarmerkingu Kauphallar er ætlað að gera markaðnum viðvart um að uppi séu sérstakar aðstæður varðandi útgefanda hlutabréfa eða hlutabréf hans, sem fjárfestar ættu að gefa sérstakan gaum. Kauphöllin brást við Í morgun birti Kauphöllin svo leiðréttingu á fyrri athugunarmerkingu til þess að koma í veg fyrir misskilning. „Nasdaq á Íslandi vill árétta að ekkert mat á rekstrarhæfni félagsins felst í athugunarmerkingunni. Henni er heldur ætlað að vekja athygli á athugasemdum endurskoðanda í ársreikningi þess.“ Markaðurinn líka Svo virðist sem einhverjum hafi ekki litist á blikuna þegar þeir sáu fréttaflutning um athugunarmerkinguna. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 16,76 prósent og stendur nú í 0,77 krónum. Það er lægsta gengi bréfa félagsins frá upphafi. Föstudaginn 25. október síðastliðinn stóð gengið í 0,82 krónum. Gengið hefur hæst verið 29,2 krónur, þann 14. október árið 2021. Líkt og svo oft áður þegar miklar breytingar verða á gengi hlutabréfa Play er um örviðskipti að ræða. Heildarvelta með bréfin hefur aðeins verið fimm milljónir króna í dag, í 40 viðskiptum.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59 Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59
Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04