Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 10:43 Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, er ómyrkur í máli um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu. Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu.
Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna