Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 10:43 Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, er ómyrkur í máli um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu. Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu.
Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56