Semja um fjögurra milljarða króna lán Árni Sæberg skrifar 24. febrúar 2025 14:45 Einar Þórarinsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, hefur undirritað sjö ára lánasamning við Ljósleiðarann ehf. til að styðja við fjárfestingar í ljósleiðarakerfinu á Íslandi á árunum 2024 til 2026. Lánið nemur fjórum milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni, móðurfélagi Ljósleiðarans, segir að lánið sé veitt til samfjármögnunar á mikilvægum uppbyggingarverkefnum Ljósleiðarans. Fjármagnið muni renna í áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðarakerfisins, þar á meðal ljósleiðaratenginga við heimili og fyrirtæki, þróun net- og flutningskerfa sem styðji við örugga og skilvirka gagnaflutninga, auk styrkingar á kerfinu. Fjármögnunin sé hluti af nýlegri skuldabréfaútgáfu NIB í íslenskum krónum. Í tilkynningu á vef NIB segir að um sé að ræða 8,5 milljarða svokallað grænt skuldabréf. Starfar á öllum helstu þéttbýlisstöðum Þá segir í tilkynningu að Ljósleiðarinn sé leiðandi fyrirtæki í uppbyggingu stafrænna innviða á Íslandi og starfi nú á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins. Fyrirtækið tengi árlega þúsundir nýrra heimila og vinni með sveitarfélögum að þróunarverkefnum sem styðji við þéttbýlisvöxt og stafræna framtíð landsins. Auk þess gegni Ljósleiðarinn lykilhlutverki í alþjóðlegri tengingu Íslands við umheiminn með rekstri á internetsamböndum til Evrópulanda. Allar framkvæmdir Ljósleiðarans byggi á ábyrgum vinnubrögðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjar tengingar séu lagðar meðfram núverandi flutningsleiðum og byggðum svæðum, sem lágmarki umhverfisáhrif framkvæmda. Forsenda hagvaxtar Haft er eftir André Küüsvek, forstjóra NIB, að fjármögnun Ljósleiðarans styðji við markmið bankans um framleiðniaukningu og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við þessar mikilvægu fjárfestingar í stafrænum innviðum á Íslandi. Sterkir fjarskiptainnviðir eru forsenda hagvaxtar og nýsköpunar, og verkefnið fellur vel að áherslum NIB um sjálfbærni og tæknilega framþróun.“ Þá er haft eftir Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að hann fagni samkomulaginu og telji það styrkja félagið til framtíðar. „Það skiptir miklu máli að Ljósleiðarinn vinni með öflugum og traustum aðila þegar kemur að fjármögnun. Með þessum samningi við NIB tryggjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og getum haldið áfram að byggja upp trausta og örugga innviði fyrir fólkið í landinu bæði þegar kemur að atvinnurekstri og hinu daglega lífi.“ Reykjavík Fjarskipti Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni, móðurfélagi Ljósleiðarans, segir að lánið sé veitt til samfjármögnunar á mikilvægum uppbyggingarverkefnum Ljósleiðarans. Fjármagnið muni renna í áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðarakerfisins, þar á meðal ljósleiðaratenginga við heimili og fyrirtæki, þróun net- og flutningskerfa sem styðji við örugga og skilvirka gagnaflutninga, auk styrkingar á kerfinu. Fjármögnunin sé hluti af nýlegri skuldabréfaútgáfu NIB í íslenskum krónum. Í tilkynningu á vef NIB segir að um sé að ræða 8,5 milljarða svokallað grænt skuldabréf. Starfar á öllum helstu þéttbýlisstöðum Þá segir í tilkynningu að Ljósleiðarinn sé leiðandi fyrirtæki í uppbyggingu stafrænna innviða á Íslandi og starfi nú á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins. Fyrirtækið tengi árlega þúsundir nýrra heimila og vinni með sveitarfélögum að þróunarverkefnum sem styðji við þéttbýlisvöxt og stafræna framtíð landsins. Auk þess gegni Ljósleiðarinn lykilhlutverki í alþjóðlegri tengingu Íslands við umheiminn með rekstri á internetsamböndum til Evrópulanda. Allar framkvæmdir Ljósleiðarans byggi á ábyrgum vinnubrögðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjar tengingar séu lagðar meðfram núverandi flutningsleiðum og byggðum svæðum, sem lágmarki umhverfisáhrif framkvæmda. Forsenda hagvaxtar Haft er eftir André Küüsvek, forstjóra NIB, að fjármögnun Ljósleiðarans styðji við markmið bankans um framleiðniaukningu og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við þessar mikilvægu fjárfestingar í stafrænum innviðum á Íslandi. Sterkir fjarskiptainnviðir eru forsenda hagvaxtar og nýsköpunar, og verkefnið fellur vel að áherslum NIB um sjálfbærni og tæknilega framþróun.“ Þá er haft eftir Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að hann fagni samkomulaginu og telji það styrkja félagið til framtíðar. „Það skiptir miklu máli að Ljósleiðarinn vinni með öflugum og traustum aðila þegar kemur að fjármögnun. Með þessum samningi við NIB tryggjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og getum haldið áfram að byggja upp trausta og örugga innviði fyrir fólkið í landinu bæði þegar kemur að atvinnurekstri og hinu daglega lífi.“
Reykjavík Fjarskipti Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira