Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 06:36 Það sauð upp úr í Hvíta húsinu fyrir helgi og samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu virðast komin í hnút. AP/Mystyslav Chemov Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira