Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 06:36 Það sauð upp úr í Hvíta húsinu fyrir helgi og samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu virðast komin í hnút. AP/Mystyslav Chemov Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira