Nýir eigendur endurreisa Snúruna Árni Sæberg skrifar 5. mars 2025 10:56 Rakel Hlín, stofnandi Snúrunnar, og Birgitta Ósk, nýr verslunarstjóri og annar eigandi Snúrunnar. Snúran Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug. Í fréttatilkynningu segir að stofnendur verlsunarinnar og húsgagnaverslunin Bústoð hafa komist að samkomulagi um kaup Bústoðar á rekstri Snúrunnar og muni helstu vörumerki Snúrunnar halda áfram þegar Snúran opnar aftur, svo sem Design by Us, ByOn, Blomus, Jakobsdal, Dottir Nordic Design, Aida og DAY. Greint var frá því í nóvember að Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, hefði ákveðið að láta gott heita af rekstri verslunarinnar eftir tíu ára rekstur. Rakel verður nýjum eigendum innan handar Í tilkynningu segir að Rakel verði nýjum eigendum til ráðgjafar næstu mánuði til að gæta þess að sérkenni Snúrunnar haldi sér. Fyrirhugað sé að opna netverslun Snúrunnar og verslun að Miðhrauni 24 í Garðabænum í enda mars. „Við erum að stefna á að opna Snúruna í Garðabænum í lok mars. Fram að því munum við fá inn úrval af nýjum vörum frá birgjum Snúrunnar, en við tókum engar eldri vörur, heldur pöntum allt nýtt inn. Eins mun heimasíða Snúrunnar opna á sama tíma með mjög miklu vöruúrvali, bæði í gjafavöru og húsgögnum,“ er haft eftir Birgittu Ósk Helgadóttir, nýjum verslunarstjóra Snúrunnar. Hún, ásamt Björgvini Árnasyni, eigi og reki húsgagnaverslunina Bústoð. Þau búi samanlagt yfir þrjátíu ára reynslu af verslunarrekstri. Í kjölfar opnunar í Garðabænum sé stefnt að því að opna Snúruna í Reykjanesbæ með vorinu. Það séu því bjartir tímar framundan hjá Snúrunni. Muni lifa góðu lífi Haft er eftir Rakel Hlín að hún sé gríðarlega ánægð með þessar málalyktir. Þó að fyrirtækið sé komið í nýjar hendur muni hún áfram aðeins skipta sér af og vera til ráðgjafar um pantanir og annað slíkt. „Ég verð hins vegar að segja að eftir að hafa kynnst Birgittu í gegnum þetta ferli og meðal annars farið með henni á sýningu í París, hef ég trú á því að Snúran muni ekki bara lifa, heldur lifa góðu lífi hjá nýjum eiganda. Þess vegna líður mér svona vel með þessa niðurstöðu.“ Verslun Garðabær Tíska og hönnun Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að stofnendur verlsunarinnar og húsgagnaverslunin Bústoð hafa komist að samkomulagi um kaup Bústoðar á rekstri Snúrunnar og muni helstu vörumerki Snúrunnar halda áfram þegar Snúran opnar aftur, svo sem Design by Us, ByOn, Blomus, Jakobsdal, Dottir Nordic Design, Aida og DAY. Greint var frá því í nóvember að Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, hefði ákveðið að láta gott heita af rekstri verslunarinnar eftir tíu ára rekstur. Rakel verður nýjum eigendum innan handar Í tilkynningu segir að Rakel verði nýjum eigendum til ráðgjafar næstu mánuði til að gæta þess að sérkenni Snúrunnar haldi sér. Fyrirhugað sé að opna netverslun Snúrunnar og verslun að Miðhrauni 24 í Garðabænum í enda mars. „Við erum að stefna á að opna Snúruna í Garðabænum í lok mars. Fram að því munum við fá inn úrval af nýjum vörum frá birgjum Snúrunnar, en við tókum engar eldri vörur, heldur pöntum allt nýtt inn. Eins mun heimasíða Snúrunnar opna á sama tíma með mjög miklu vöruúrvali, bæði í gjafavöru og húsgögnum,“ er haft eftir Birgittu Ósk Helgadóttir, nýjum verslunarstjóra Snúrunnar. Hún, ásamt Björgvini Árnasyni, eigi og reki húsgagnaverslunina Bústoð. Þau búi samanlagt yfir þrjátíu ára reynslu af verslunarrekstri. Í kjölfar opnunar í Garðabænum sé stefnt að því að opna Snúruna í Reykjanesbæ með vorinu. Það séu því bjartir tímar framundan hjá Snúrunni. Muni lifa góðu lífi Haft er eftir Rakel Hlín að hún sé gríðarlega ánægð með þessar málalyktir. Þó að fyrirtækið sé komið í nýjar hendur muni hún áfram aðeins skipta sér af og vera til ráðgjafar um pantanir og annað slíkt. „Ég verð hins vegar að segja að eftir að hafa kynnst Birgittu í gegnum þetta ferli og meðal annars farið með henni á sýningu í París, hef ég trú á því að Snúran muni ekki bara lifa, heldur lifa góðu lífi hjá nýjum eiganda. Þess vegna líður mér svona vel með þessa niðurstöðu.“
Verslun Garðabær Tíska og hönnun Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira