Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2025 20:02 Friðjón Friðjónsson og Sigríður Andersen eru sammála um sumt en afar ósammála um annað þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og stuðningi við Úkraínu. Vísir/Einar Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs. Þau Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, Stefán Pálsson, sagnfræðingur og hernaðarandstæðingur, og þingmennirnir Pawel Bartoszek og Sigríður Andersen ræddu vítt og breytt um stríðið í Úkraínu og stöðu Íslands í alþjóðakerfinu í ljósi vendinga undanfarinna daga. Brot úr umræðunum þar sem hvar mestur hiti færðist í leikinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hvorki Sigríði né Stefáni hugnast að Ísland taki þátt í að styðja Úkraínu með vopnakaupum. Friðjón og Pawel telja hins vegar ekki tækt að hætta að styðja við Úkraínu með þeim hætti sem Úkraínumenn þurfi á að halda, nema frekari öryggistryggingar séu fyrir hendi. Einkum í ljósi breyttrar afstöðu Bandaríkjanna og þeirrar staðreyndar að Rússar hafi ítrekað virt alþjóðalög og vopnahléssamninga að vettugi. Átökum ljúki „með einum eða öðrum hætti“ Fram kom meðal annars í máli Sigríðar að orð og ákvarðanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarna daga þurfi ekki að koma á óvart. Það sé í takt við það sem hann hafi boðað í kosningabaráttu sinni. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen lýstu sjónarmiðum sínum um stöðuna í heimsmálunum.Vísir/Einar „Aðal atriðið finnst mér á þessum tímapunkti er að allir þessir þjóðarleiðtogar sem skipta máli í þessu, gleymum því ekki að fæstir þjóðarleiðtogar í Evrópu skipta nokkru máli í þessu sambandi. En þeir sem að geri það, að þeir sýni smá stillingu og bara hafi fókusinn á því að ljúka þessum átökum með einum eða öðrum hætti,“ sagði Sigríður. Þessi ummæli rifjaði Friðjón upp síðar í umræðunni. Sjá einnig: Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Þótt Stefán og Sigríður séu ósammála um margt, voru þau nokkuð sammála um það að áframhaldandi vopnasendingar til Úkraínu væru að þeirra mati ekki til þess fallnar að leysa vandann. „Stjörnustríðs-mynda illa heimsveldið“ „Það sem truflar mig dálítið í umræðunni um þetta stríð er það að menn reyna að keyra tvö gagnstæð narratíf á sama tíma. Annars vegar um það að Rússland sé þetta stjörnustríðs-mynda illa heimsveldi sem að sé bara með nákvæmt plott upp á vegg um það hvernig þeir ætli að taka Evrópu sem muni hrynja eins og spilaborg og verði bara ekki stöðvaðir, París falli í næstu viku,“ sagði Stefán. Pawel stóð ekki á sama um þessa skýringu Stefáns og reyndi að grípa inn í, en Stefán hélt áfram. Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og sagnfræðingur, er yfirlýstur hernaðarandstæðingur.Vísir/Einar „Á sama tíma reyna menn að viðhalda narratífinu að þeir ríði til falls, það er bara bent á það, réttilega, að þarna sé stríð sem er búið að spóla sig ofan í einhverjar skotgrafir eftir þriggja ára hernað og gengur aðallega út á það að hermenn beggja aðila eru að fela sig megnið af tímanum fyrir sprengjum hins. En svo þurfi bara örlítið meiri stuðning í smá tíma í viðbót og þá verði stríðið óvinsælt í Rússlandi, ríkisstjórnin þar hrynji og glæstur sigur vinnist á vígvellinum,“ sagði Stefán með miklum tilþrifum. Hvoru tveggja gangi að hans sögn ekki upp á sama tíma. Eins og að mæta „tveimur strámönnum í einu“ Þá komst Pawel að og svaraði fullum hálsi. „Það er eins og sé stillt upp tveimur strámönnum í einu, ég hef aldrei upplifað það áður. Í fyrsta lagi þá hefur Pútín ekkert talað um það að ætla að taka yfir París. Yfirlýst stefna Rússlands og Pútíns liggur alveg fyrir, hann hefur áhuga á því að ná til sín löndum fyrrum Sovétríkjanna,“ sagði Pawel. Því vilji Rússar ná annað hvort með beinum hætti eða með því að færa löndin undir sitt áhrifasvæði. „Þannig að lönd sem þurfa að hafa áhyggjur eru lönd eins og Úkraína, Belarús, Eystrasaltslöndin og svo löndin sem liggja þar við, þau áttu [að mati Pútíns] aldrei að fara í Nato, það er hið opinbera narratíf Pútíns, ekki það að hann ætli að valta yfir alla Vestur-Evrópu,“ sagði Pawel. „Í öðru lagi, varðandi vopnakaup og vopnastuðning, þá er það náttúrlega svolítið þannig að á meðan Rússum verður ágengt á vígvellinum, á meðan þeir færast um nokkra ferkílómetra á viku, þá erum við þarna með stjórnanda sem skeytir engu um mannslíf. Hann er bara ánægður með það,“ hélt hann áfram. Pawel var ekki skemmt yfir ummælum Stefáns.Vísir/Einar Pútín haldi áfram að valta yfir Úkraínu og sem stendur sé ekkert útlit fyrir að hann verði stöðvaður. Því sé varhugavert að mati Pawels að horfa upp á það að vopnabyrgðir Úkraínu verði uppurnar, sem geri það að verkum að Úkraína eigi erfiðara með að verja sig, orkuinnviðir muni hrynja og Rússar halda leggja landið undir sig. „Það er það sem mun gerast ef að allar vopnasendingar til Úkraínu hverfa. Þannig ef menn vilja frið, þá þarf fyrst að vera þannig staða að aðilinn sem hefur verið ráðist á sé í einhverri aðstöðu til að semja um slíkan frið,“ sagði Pawel. „Í liði með þeim sem er að ráðast á“ Friðjón gat ekki annað en dæst, inntur eftir viðbrögðum við orðum Stefáns. „Ég verð að taka undir með Pawel að mér fannst þetta vera tveir strámenn. En það sem veldur mér meiri áhyggjum er það þegar Sigríður talaði hérna um frið með „einum eða öðrum hætti,“ sagði Friðjón. Í sögulegu samhengi sé tilefni til að staldra við þegar talað sé um frið „með einum eða öðrum hætti.“ Það minni Friðjón á það þegar talað var um að það þyrfti að koma á friði í Póllandi í september árið 1939 „með einum eða öðrum hætti.“ „Ef að fólk er á móti því að styðja við þá sem eru að verja sig, þá eru þeir í liði með þeim sem er að ráðast á,“ sagði Friðjón. Sigríður sætti sig ekki við að sitja undir þessum athugasemdum. „Ekki vera með svona málflutning hérna gagnvart mér. Það er enginn hér, eða ég held á Íslandi, sem stendur ekki með þeirri baráttu sem Úkraína hefur verið í. Þessi málflutningur er ofboðslega ódýr,“ svaraði Sigríður. „Samt er fólk að býsnast yfir því að við styðjum,“ skaut Friðjón þá inn í. Þá vildi Sigríður meina að hún væri fyrst og fremst að spyrja hvenær og hvernig menn sjá fyrir sér að þessi átök leysist, líkt og Sigríður orðaði það. „Eða ætla menn, eins og máltækið segir: sá vægir sem vitið hefur meira, og það þarf að ganga til samninga. Þetta er spurningin,“ sagði Sigríður. Hún telji í lagi að styðja við uppbyggingu til framtíðar, og jafnvel loftvarnir, en ekki með áframhaldandi vopnakaupum að öðru leyti. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Pallborðið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Þau Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, Stefán Pálsson, sagnfræðingur og hernaðarandstæðingur, og þingmennirnir Pawel Bartoszek og Sigríður Andersen ræddu vítt og breytt um stríðið í Úkraínu og stöðu Íslands í alþjóðakerfinu í ljósi vendinga undanfarinna daga. Brot úr umræðunum þar sem hvar mestur hiti færðist í leikinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hvorki Sigríði né Stefáni hugnast að Ísland taki þátt í að styðja Úkraínu með vopnakaupum. Friðjón og Pawel telja hins vegar ekki tækt að hætta að styðja við Úkraínu með þeim hætti sem Úkraínumenn þurfi á að halda, nema frekari öryggistryggingar séu fyrir hendi. Einkum í ljósi breyttrar afstöðu Bandaríkjanna og þeirrar staðreyndar að Rússar hafi ítrekað virt alþjóðalög og vopnahléssamninga að vettugi. Átökum ljúki „með einum eða öðrum hætti“ Fram kom meðal annars í máli Sigríðar að orð og ákvarðanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarna daga þurfi ekki að koma á óvart. Það sé í takt við það sem hann hafi boðað í kosningabaráttu sinni. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen lýstu sjónarmiðum sínum um stöðuna í heimsmálunum.Vísir/Einar „Aðal atriðið finnst mér á þessum tímapunkti er að allir þessir þjóðarleiðtogar sem skipta máli í þessu, gleymum því ekki að fæstir þjóðarleiðtogar í Evrópu skipta nokkru máli í þessu sambandi. En þeir sem að geri það, að þeir sýni smá stillingu og bara hafi fókusinn á því að ljúka þessum átökum með einum eða öðrum hætti,“ sagði Sigríður. Þessi ummæli rifjaði Friðjón upp síðar í umræðunni. Sjá einnig: Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Þótt Stefán og Sigríður séu ósammála um margt, voru þau nokkuð sammála um það að áframhaldandi vopnasendingar til Úkraínu væru að þeirra mati ekki til þess fallnar að leysa vandann. „Stjörnustríðs-mynda illa heimsveldið“ „Það sem truflar mig dálítið í umræðunni um þetta stríð er það að menn reyna að keyra tvö gagnstæð narratíf á sama tíma. Annars vegar um það að Rússland sé þetta stjörnustríðs-mynda illa heimsveldi sem að sé bara með nákvæmt plott upp á vegg um það hvernig þeir ætli að taka Evrópu sem muni hrynja eins og spilaborg og verði bara ekki stöðvaðir, París falli í næstu viku,“ sagði Stefán. Pawel stóð ekki á sama um þessa skýringu Stefáns og reyndi að grípa inn í, en Stefán hélt áfram. Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og sagnfræðingur, er yfirlýstur hernaðarandstæðingur.Vísir/Einar „Á sama tíma reyna menn að viðhalda narratífinu að þeir ríði til falls, það er bara bent á það, réttilega, að þarna sé stríð sem er búið að spóla sig ofan í einhverjar skotgrafir eftir þriggja ára hernað og gengur aðallega út á það að hermenn beggja aðila eru að fela sig megnið af tímanum fyrir sprengjum hins. En svo þurfi bara örlítið meiri stuðning í smá tíma í viðbót og þá verði stríðið óvinsælt í Rússlandi, ríkisstjórnin þar hrynji og glæstur sigur vinnist á vígvellinum,“ sagði Stefán með miklum tilþrifum. Hvoru tveggja gangi að hans sögn ekki upp á sama tíma. Eins og að mæta „tveimur strámönnum í einu“ Þá komst Pawel að og svaraði fullum hálsi. „Það er eins og sé stillt upp tveimur strámönnum í einu, ég hef aldrei upplifað það áður. Í fyrsta lagi þá hefur Pútín ekkert talað um það að ætla að taka yfir París. Yfirlýst stefna Rússlands og Pútíns liggur alveg fyrir, hann hefur áhuga á því að ná til sín löndum fyrrum Sovétríkjanna,“ sagði Pawel. Því vilji Rússar ná annað hvort með beinum hætti eða með því að færa löndin undir sitt áhrifasvæði. „Þannig að lönd sem þurfa að hafa áhyggjur eru lönd eins og Úkraína, Belarús, Eystrasaltslöndin og svo löndin sem liggja þar við, þau áttu [að mati Pútíns] aldrei að fara í Nato, það er hið opinbera narratíf Pútíns, ekki það að hann ætli að valta yfir alla Vestur-Evrópu,“ sagði Pawel. „Í öðru lagi, varðandi vopnakaup og vopnastuðning, þá er það náttúrlega svolítið þannig að á meðan Rússum verður ágengt á vígvellinum, á meðan þeir færast um nokkra ferkílómetra á viku, þá erum við þarna með stjórnanda sem skeytir engu um mannslíf. Hann er bara ánægður með það,“ hélt hann áfram. Pawel var ekki skemmt yfir ummælum Stefáns.Vísir/Einar Pútín haldi áfram að valta yfir Úkraínu og sem stendur sé ekkert útlit fyrir að hann verði stöðvaður. Því sé varhugavert að mati Pawels að horfa upp á það að vopnabyrgðir Úkraínu verði uppurnar, sem geri það að verkum að Úkraína eigi erfiðara með að verja sig, orkuinnviðir muni hrynja og Rússar halda leggja landið undir sig. „Það er það sem mun gerast ef að allar vopnasendingar til Úkraínu hverfa. Þannig ef menn vilja frið, þá þarf fyrst að vera þannig staða að aðilinn sem hefur verið ráðist á sé í einhverri aðstöðu til að semja um slíkan frið,“ sagði Pawel. „Í liði með þeim sem er að ráðast á“ Friðjón gat ekki annað en dæst, inntur eftir viðbrögðum við orðum Stefáns. „Ég verð að taka undir með Pawel að mér fannst þetta vera tveir strámenn. En það sem veldur mér meiri áhyggjum er það þegar Sigríður talaði hérna um frið með „einum eða öðrum hætti,“ sagði Friðjón. Í sögulegu samhengi sé tilefni til að staldra við þegar talað sé um frið „með einum eða öðrum hætti.“ Það minni Friðjón á það þegar talað var um að það þyrfti að koma á friði í Póllandi í september árið 1939 „með einum eða öðrum hætti.“ „Ef að fólk er á móti því að styðja við þá sem eru að verja sig, þá eru þeir í liði með þeim sem er að ráðast á,“ sagði Friðjón. Sigríður sætti sig ekki við að sitja undir þessum athugasemdum. „Ekki vera með svona málflutning hérna gagnvart mér. Það er enginn hér, eða ég held á Íslandi, sem stendur ekki með þeirri baráttu sem Úkraína hefur verið í. Þessi málflutningur er ofboðslega ódýr,“ svaraði Sigríður. „Samt er fólk að býsnast yfir því að við styðjum,“ skaut Friðjón þá inn í. Þá vildi Sigríður meina að hún væri fyrst og fremst að spyrja hvenær og hvernig menn sjá fyrir sér að þessi átök leysist, líkt og Sigríður orðaði það. „Eða ætla menn, eins og máltækið segir: sá vægir sem vitið hefur meira, og það þarf að ganga til samninga. Þetta er spurningin,“ sagði Sigríður. Hún telji í lagi að styðja við uppbyggingu til framtíðar, og jafnvel loftvarnir, en ekki með áframhaldandi vopnakaupum að öðru leyti. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Pallborðið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels