Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Lýður Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. Í Morgunblaðinu var vakin athygli á því að laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum. Á sama tíma hafi orðið litlar breytingar á störfum formanns. Stjórnin fundi einu sinni í mánuði á staðfundi en nýlega bættist við styttri fjarfundur til að einfalda afgreiðslu mála og auka skilvirkni. Í byrjun árs 2023 voru laun fyrir formennsku 285 þúsund krónur á mánuði. Í upphafi þessa árs voru launin orðin 763 þúsund á mánuði. Tæplega þreföldun á tveimur árum. Ofan á þetta fær hún svo rúmar hundrað þúsund krónur vegna aksturs. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launahækkunina óskiljanlega. „Ég skil ekki hvernig pólitísk yfirstétt getur skammtað sjálfri sér þessi launakjör. Nú eru bæði Reykjavíkurborg og sveitarfélögin viðsemjendur Eflingar og þar erum við að gera kjarasamninga við ómissandi fólk, í umönnunarstörfum, hjá leikskólunum. Þar þurfum við að berjast fyrir hverjum einasta þúsund kalli. Viðkvæðið er alltaf að það sé ekkert til, allir séu svo skuldsettir og svo framvegis. Svo les maður fréttir af þessu,“ segir Sólveig. Það myndi engum detta í hug að nefna 170 prósent launahækkun á öðrum vettvangi. „Ef mér myndi detta það í hug að biðja um þetta fyrir fólk sem á það svo sannarlega skilið, yrði allt vitlaust og ég hlegin burt,“ segir Sólveig. Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Heiðu Björgu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag og illa hefur gengið að fá skýringar á hækkuninni. Sólveig segir ekki vera hægt að réttlæta hana. „Það er ekki hægt og það mun enginn geta gert það. Hún mun ekki geta gert það, hennar fulltrúar munu ekki geta gert það. Ef einhver reynir það er það bara annað hvort einhver pólitísk örvænting eða meðvirkni sem á ekki að líðast í lýðræðissamfélagi,“ segir Sólveig. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í Morgunblaðinu var vakin athygli á því að laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum. Á sama tíma hafi orðið litlar breytingar á störfum formanns. Stjórnin fundi einu sinni í mánuði á staðfundi en nýlega bættist við styttri fjarfundur til að einfalda afgreiðslu mála og auka skilvirkni. Í byrjun árs 2023 voru laun fyrir formennsku 285 þúsund krónur á mánuði. Í upphafi þessa árs voru launin orðin 763 þúsund á mánuði. Tæplega þreföldun á tveimur árum. Ofan á þetta fær hún svo rúmar hundrað þúsund krónur vegna aksturs. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launahækkunina óskiljanlega. „Ég skil ekki hvernig pólitísk yfirstétt getur skammtað sjálfri sér þessi launakjör. Nú eru bæði Reykjavíkurborg og sveitarfélögin viðsemjendur Eflingar og þar erum við að gera kjarasamninga við ómissandi fólk, í umönnunarstörfum, hjá leikskólunum. Þar þurfum við að berjast fyrir hverjum einasta þúsund kalli. Viðkvæðið er alltaf að það sé ekkert til, allir séu svo skuldsettir og svo framvegis. Svo les maður fréttir af þessu,“ segir Sólveig. Það myndi engum detta í hug að nefna 170 prósent launahækkun á öðrum vettvangi. „Ef mér myndi detta það í hug að biðja um þetta fyrir fólk sem á það svo sannarlega skilið, yrði allt vitlaust og ég hlegin burt,“ segir Sólveig. Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Heiðu Björgu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag og illa hefur gengið að fá skýringar á hækkuninni. Sólveig segir ekki vera hægt að réttlæta hana. „Það er ekki hægt og það mun enginn geta gert það. Hún mun ekki geta gert það, hennar fulltrúar munu ekki geta gert það. Ef einhver reynir það er það bara annað hvort einhver pólitísk örvænting eða meðvirkni sem á ekki að líðast í lýðræðissamfélagi,“ segir Sólveig.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46
Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07