Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Árni Sæberg skrifar 11. mars 2025 13:57 Bjarni Benediktsson kannast ekki við neina „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti í gær að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða muni fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Fái tillögurnar framgang á fundi ráðuneytisins og kröfuhafa mun ÍL-sjóðsmálið vera leitt til lykta en það náði hámæli fyrir rúmum tveimur árum þegar Bjarni kynnti áform um lagasetningu um slit ógjaldfærra opinberra stofnana. Bjarni var harðlega gagnrýndur á sínum tíma og meðal annars sagður ætla að seilast ofan í vasa landsmanna, með því að gera ekki upp skuldir ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Til að mynda gáfu tuttugu lífeyrissjóðir út yfirlýsingu þar sem áformin voru fordæmd. Kannast ekki við leið Bjarna Framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs sagði í hádegisfréttum í gær að hann fagnaði því að tillögurnar væru fram komnar. Þær væru frekar í takt við þá leið sem lífeyrissjóðirnir vildu en upphaflegar hugmyndir Bjarna. „Nú eru komin rúm tvö ár frá því að ég birti pistil sem ég ætla að endurbirta (hér neðst) í tilefni af einkennilegum fullyrðingum sem fljúga fyrir, m.a. um ,,leið Bjarna" í ÍL-sjóðs málinu, sem sögð er hafa verið að slíta ÍL sjóði sama hvað,“ segir Bjarni í færslu á opinberri Facebooksíðu sinni. Samningaleiðin farsælust Hann segir að það verði vonandi ljóst þeim, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, að samningaleið hefði að hans mati verið farsælust frá upphafi, þótt það hefði langan tíma að koma þeim viðræðum af stað enda væru hagsmunir miklir á alla kanta. Frumvarp um almenna lagaheimild fyrir ríkið til að slíta sjóðum sem þessum ætti að hans mati að koma fram, algerlega óháð niðurstöðu þessa máls. Það sé mikilvægt til framtíðar, jafnvel þótt samið verði um uppgjör og slit ÍL-sjóðs, að lögfesta þær reglur sem er að finna í frumvarpinu. „Ég fagna því að niðurstaða hafi fengist hjá samninganefndum í þessu stóra hagsmunamáli, sem ég taldi óforsvaranlegt annað en að setja á dagskrá og fá lausn á. Það er óskandi að málið fái lendingu í framhaldinu hjá þeim sem halda á kröfunum og í þinginu.“ Til einhvers að hefja vegferðina Með því að málið leysist muni, samkvæmt ráðuneyti hans fyrrverandi: Greiðsluflæði ríkissjóðs batna Skuldastaða A- hluta ríkissjóðs lækka um amk 5% af VLF Ríkisábyrgðir lækka um 88% „Það var þá til einhvers að setja málið af stað sýnist mér,“ segir Bjarni ÍL-sjóður Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti í gær að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða muni fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Fái tillögurnar framgang á fundi ráðuneytisins og kröfuhafa mun ÍL-sjóðsmálið vera leitt til lykta en það náði hámæli fyrir rúmum tveimur árum þegar Bjarni kynnti áform um lagasetningu um slit ógjaldfærra opinberra stofnana. Bjarni var harðlega gagnrýndur á sínum tíma og meðal annars sagður ætla að seilast ofan í vasa landsmanna, með því að gera ekki upp skuldir ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Til að mynda gáfu tuttugu lífeyrissjóðir út yfirlýsingu þar sem áformin voru fordæmd. Kannast ekki við leið Bjarna Framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs sagði í hádegisfréttum í gær að hann fagnaði því að tillögurnar væru fram komnar. Þær væru frekar í takt við þá leið sem lífeyrissjóðirnir vildu en upphaflegar hugmyndir Bjarna. „Nú eru komin rúm tvö ár frá því að ég birti pistil sem ég ætla að endurbirta (hér neðst) í tilefni af einkennilegum fullyrðingum sem fljúga fyrir, m.a. um ,,leið Bjarna" í ÍL-sjóðs málinu, sem sögð er hafa verið að slíta ÍL sjóði sama hvað,“ segir Bjarni í færslu á opinberri Facebooksíðu sinni. Samningaleiðin farsælust Hann segir að það verði vonandi ljóst þeim, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, að samningaleið hefði að hans mati verið farsælust frá upphafi, þótt það hefði langan tíma að koma þeim viðræðum af stað enda væru hagsmunir miklir á alla kanta. Frumvarp um almenna lagaheimild fyrir ríkið til að slíta sjóðum sem þessum ætti að hans mati að koma fram, algerlega óháð niðurstöðu þessa máls. Það sé mikilvægt til framtíðar, jafnvel þótt samið verði um uppgjör og slit ÍL-sjóðs, að lögfesta þær reglur sem er að finna í frumvarpinu. „Ég fagna því að niðurstaða hafi fengist hjá samninganefndum í þessu stóra hagsmunamáli, sem ég taldi óforsvaranlegt annað en að setja á dagskrá og fá lausn á. Það er óskandi að málið fái lendingu í framhaldinu hjá þeim sem halda á kröfunum og í þinginu.“ Til einhvers að hefja vegferðina Með því að málið leysist muni, samkvæmt ráðuneyti hans fyrrverandi: Greiðsluflæði ríkissjóðs batna Skuldastaða A- hluta ríkissjóðs lækka um amk 5% af VLF Ríkisábyrgðir lækka um 88% „Það var þá til einhvers að setja málið af stað sýnist mér,“ segir Bjarni
ÍL-sjóður Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira