Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2025 07:42 Zakharova er ekki ein um að gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjamanna og Úkraínumanna en þingmaðurinn Konstantin Kosachev sagði alla samninga háða forsendum Rússa, ekki Bandaríkjanna. Getty Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. Tilefnið er fundur sendifulltrúa Bandaríkjanna og Úkraínu í Sádi Arabíu í gær, þar sem Úkraínumenn sögðust viljugir til að ganga að tillögu Bandaríkjamanna um 30 daga vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði eftir fundinn að hann væri reiðubúinn til að taka aftur á móti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu. Þá sagðist hann myndu ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í vikunni. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að boltinn væri nú hjá Rússum, eftir að Úkraínumenn hefðu skuldbundið sig til að láta af átökum í 30 daga og ganga að samningaborðinu. Miklar efasemdir eru hins vegar uppi um að Rússar hafi raunverulega áhuga á því að mæta Úkraínumönnum á miðri leið en þeir hafa gefið til kynna að þeir muni ekki láta af stríðsrekstri sínum nema með með mörgum fyrirvörum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði til að mynda í rússneskum miðlum að Rússar myndu ekki undir nokkrum kringumstæðum fallast á viðveru hermanna Atlantshafsbandalagsríkjanna í Úkraínu. Greint var frá því í morgun að John Ratcliffe, forstjóri CIA, og Sergei Naryshkin, forstjóri leyniþjónustunnar SVR, hefðu rætt saman í síma í gær. Til umræðu voru meðal annars möguleg samvinna stofnananna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Tilefnið er fundur sendifulltrúa Bandaríkjanna og Úkraínu í Sádi Arabíu í gær, þar sem Úkraínumenn sögðust viljugir til að ganga að tillögu Bandaríkjamanna um 30 daga vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði eftir fundinn að hann væri reiðubúinn til að taka aftur á móti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu. Þá sagðist hann myndu ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í vikunni. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að boltinn væri nú hjá Rússum, eftir að Úkraínumenn hefðu skuldbundið sig til að láta af átökum í 30 daga og ganga að samningaborðinu. Miklar efasemdir eru hins vegar uppi um að Rússar hafi raunverulega áhuga á því að mæta Úkraínumönnum á miðri leið en þeir hafa gefið til kynna að þeir muni ekki láta af stríðsrekstri sínum nema með með mörgum fyrirvörum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði til að mynda í rússneskum miðlum að Rússar myndu ekki undir nokkrum kringumstæðum fallast á viðveru hermanna Atlantshafsbandalagsríkjanna í Úkraínu. Greint var frá því í morgun að John Ratcliffe, forstjóri CIA, og Sergei Naryshkin, forstjóri leyniþjónustunnar SVR, hefðu rætt saman í síma í gær. Til umræðu voru meðal annars möguleg samvinna stofnananna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira