Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Árni Sæberg skrifar 19. mars 2025 09:47 Verðlagseftirlitsmenn virðast ekki vera velkomnir í Melabúðina í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Melabúðin hefur hafnað þátttöku í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins. Áður en sú afstaða varð ljós hafði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun var Melabúðin 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Þetta segir í fréttatilkynningu frá verðlagseftiliti ASÍ, sem virðist ekki ætla að taka því þegjandi og hljóðalaust að fá ekki að athuga verðlag í Melabúðinni. „Að mati verðlagseftirlitsins er það réttur almennings að vita hve dýr verslun er áður en lagt er af stað til innkaupa og eru því birtar hér niðurstöður á þessum síðasta verðsamanburði sem framkvæmdur var í versluninni. Öll verð til skoðunar hér eru meðalverð frá janúarmánuði 2025.“ Hvetja fólk til að taka málin í eigin hendur Verðlagseftirlitið hvetur almenning til að nýta sér Nappið, smáforrit verðlagseftirlitsins, til að senda inn verð þar sem verðlagseftirlitið hefur ekki tök á að framkvæma kannanir. Í tilkynningu segir að til þess að almenningur geti glöggvað sig á verðmuninum sem geti verið til staðar sé birtur listi af vörum sem mestu munar á þegar verð eru borin saman við lágvöruverðsverslanir. Hér sé aftur um að ræða verð frá janúarmánuði. Verðbil eftir flokkum afar misjafnt Þá segir að fjöldi vara sé á mun lægra verðbili og meðalverðbil eftir flokkum sé afar misjafnt. Af þeim sökum sé gott að nota Nappið og skanna strikamerki á vörum eða fletta þeim upp til að vita hvað þær kosta í öðrum verslunum. Þannig sé hægt að glöggva sig á verði í búðum þótt þær séu ekki með í verðkönnunum. Í Hagkaupum, verslun sem liggi nær Melabúðinni í verðlagi, hafi til dæmis verið örlítið hærra meðalverð á salti og kryddi en í Melabúðinni. Melabúðin hafi hins vegar verið með nokkru dýrari snyrtivörur, sykur og fisk. Verðlag Reykjavík Neytendur Stéttarfélög Matvöruverslun Tengdar fréttir Nýir eigendur taka við Melabúðinni Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri. 10. júlí 2024 16:34 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá verðlagseftiliti ASÍ, sem virðist ekki ætla að taka því þegjandi og hljóðalaust að fá ekki að athuga verðlag í Melabúðinni. „Að mati verðlagseftirlitsins er það réttur almennings að vita hve dýr verslun er áður en lagt er af stað til innkaupa og eru því birtar hér niðurstöður á þessum síðasta verðsamanburði sem framkvæmdur var í versluninni. Öll verð til skoðunar hér eru meðalverð frá janúarmánuði 2025.“ Hvetja fólk til að taka málin í eigin hendur Verðlagseftirlitið hvetur almenning til að nýta sér Nappið, smáforrit verðlagseftirlitsins, til að senda inn verð þar sem verðlagseftirlitið hefur ekki tök á að framkvæma kannanir. Í tilkynningu segir að til þess að almenningur geti glöggvað sig á verðmuninum sem geti verið til staðar sé birtur listi af vörum sem mestu munar á þegar verð eru borin saman við lágvöruverðsverslanir. Hér sé aftur um að ræða verð frá janúarmánuði. Verðbil eftir flokkum afar misjafnt Þá segir að fjöldi vara sé á mun lægra verðbili og meðalverðbil eftir flokkum sé afar misjafnt. Af þeim sökum sé gott að nota Nappið og skanna strikamerki á vörum eða fletta þeim upp til að vita hvað þær kosta í öðrum verslunum. Þannig sé hægt að glöggva sig á verði í búðum þótt þær séu ekki með í verðkönnunum. Í Hagkaupum, verslun sem liggi nær Melabúðinni í verðlagi, hafi til dæmis verið örlítið hærra meðalverð á salti og kryddi en í Melabúðinni. Melabúðin hafi hins vegar verið með nokkru dýrari snyrtivörur, sykur og fisk.
Verðlag Reykjavík Neytendur Stéttarfélög Matvöruverslun Tengdar fréttir Nýir eigendur taka við Melabúðinni Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri. 10. júlí 2024 16:34 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Nýir eigendur taka við Melabúðinni Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri. 10. júlí 2024 16:34