Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2025 21:02 Gunnþór Ingvason er framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/Arnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. Breytingarnar sem voru kynntar í dag snúa að uppfærðu mati á aflaverðmæti, sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Fyrir þorsk og ýsu verði gjaldið reiknað út frá markaðsvirði, en miðað verði við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem ekki sé markaður með hann hér á landi. Miðað við árið í fyrra hefðu veiðigjöld verið um tvöfalt hærri en raunin var. „Veiðigjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, en hefðu átt að vera 18 til 20 milljarðar,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra á fundi þar sem breytingarnar voru kynntar í dag. „Rétt skal vera rétt“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þjóðina hafa orðið af verulegum tekjum undanfarin ár. „Í stuttu máli, markmiðið er: Rétt skal vera rétt.“ Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Ívar Fannar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér yfirlýsingu og sögðu breytingarnar munu fækka störfum og veikja sjávarútveginn og afleiddar greinar. „Ég held að það sé auðvitað svolítið langsótt að þetta setji útgerðina á hliðina. Skoði maður rekstrarreikninga útgerðarinnar mörg ár aftur í tímann, þá hefur afkoma í útgerð og vinnslu verið mjög góð á Íslandi. Miklu betri en í öðrum atvinnugreinum,“ sagði Daði. Ekki við neinn að sakast nema fyrri stjórnvöld Þegar sagt sé að rétt eigi að vera rétt sé ekki átt við að útgerðir hafi komið sér undan því að greiða gjald samkvæmt lögunum. „Við erum að breyta lögunum til þess að veiðigjaldið verði leiðrétt. Þannig að á hverjum tíma hafa veiðgjöld verið greidd eftir þágildandi og núgildandi lögum. Þannig að það er ekki við neinn að sakast þar, nema mögulega stjórnvöld fyrri tíma,“ sagði Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Ráðherrarnir eiga báðir von á háværri mótstöðu við breytingarnar úr einhverjum áttum. Er ríkisstjórnin tilbúin fyrir þá orrahríð sem gæti verið á leiðinni út af þessu? „Við erum meira en tilbúin. Við bara hlökkum til,“ sagði Hanna Katrín. Illa unnin atlaga að landsbyggð og sjávarútvegi Meðal þeirra sem gagnrýna áformin er framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Þetta lítur nú bara mjög illa út myndi ég segja. Þetta er illa unnið og aðferðafræðin er mjög skringileg sem er beitt,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Um sé að ræða atlögu að landsbyggðinni og sjávarútvegi, sem veikist með breytingunum. „Þetta mun kalla á aðgerðir til hagræðingar. Ég meina, auðvitað er það svo að við verðum sem fyrirtæki að mæta því umhverfi sem okkur er búið.“ Síldarvinnslan hafi frá árinu 2014 hagnast um 70 milljarða, fjárfest fyrir 80 milljarða og greitt 65 milljarða til ríkisins. Á sama tíma hafi 21 milljarður verið greiddur í arð. „Svona ofurskattlagning er ekkert annað en skammtímahugsun. Það er verið að fá meiri tekjur til skamms tíma, en lægri tekjur til lengri tíma.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Síldarvinnslan Byggðamál Vinnumarkaður Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. 25. mars 2025 16:29 Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. 25. mars 2025 15:50 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Breytingarnar sem voru kynntar í dag snúa að uppfærðu mati á aflaverðmæti, sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Fyrir þorsk og ýsu verði gjaldið reiknað út frá markaðsvirði, en miðað verði við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem ekki sé markaður með hann hér á landi. Miðað við árið í fyrra hefðu veiðigjöld verið um tvöfalt hærri en raunin var. „Veiðigjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, en hefðu átt að vera 18 til 20 milljarðar,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra á fundi þar sem breytingarnar voru kynntar í dag. „Rétt skal vera rétt“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þjóðina hafa orðið af verulegum tekjum undanfarin ár. „Í stuttu máli, markmiðið er: Rétt skal vera rétt.“ Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Ívar Fannar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér yfirlýsingu og sögðu breytingarnar munu fækka störfum og veikja sjávarútveginn og afleiddar greinar. „Ég held að það sé auðvitað svolítið langsótt að þetta setji útgerðina á hliðina. Skoði maður rekstrarreikninga útgerðarinnar mörg ár aftur í tímann, þá hefur afkoma í útgerð og vinnslu verið mjög góð á Íslandi. Miklu betri en í öðrum atvinnugreinum,“ sagði Daði. Ekki við neinn að sakast nema fyrri stjórnvöld Þegar sagt sé að rétt eigi að vera rétt sé ekki átt við að útgerðir hafi komið sér undan því að greiða gjald samkvæmt lögunum. „Við erum að breyta lögunum til þess að veiðigjaldið verði leiðrétt. Þannig að á hverjum tíma hafa veiðgjöld verið greidd eftir þágildandi og núgildandi lögum. Þannig að það er ekki við neinn að sakast þar, nema mögulega stjórnvöld fyrri tíma,“ sagði Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Ráðherrarnir eiga báðir von á háværri mótstöðu við breytingarnar úr einhverjum áttum. Er ríkisstjórnin tilbúin fyrir þá orrahríð sem gæti verið á leiðinni út af þessu? „Við erum meira en tilbúin. Við bara hlökkum til,“ sagði Hanna Katrín. Illa unnin atlaga að landsbyggð og sjávarútvegi Meðal þeirra sem gagnrýna áformin er framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Þetta lítur nú bara mjög illa út myndi ég segja. Þetta er illa unnið og aðferðafræðin er mjög skringileg sem er beitt,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Um sé að ræða atlögu að landsbyggðinni og sjávarútvegi, sem veikist með breytingunum. „Þetta mun kalla á aðgerðir til hagræðingar. Ég meina, auðvitað er það svo að við verðum sem fyrirtæki að mæta því umhverfi sem okkur er búið.“ Síldarvinnslan hafi frá árinu 2014 hagnast um 70 milljarða, fjárfest fyrir 80 milljarða og greitt 65 milljarða til ríkisins. Á sama tíma hafi 21 milljarður verið greiddur í arð. „Svona ofurskattlagning er ekkert annað en skammtímahugsun. Það er verið að fá meiri tekjur til skamms tíma, en lægri tekjur til lengri tíma.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Síldarvinnslan Byggðamál Vinnumarkaður Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. 25. mars 2025 16:29 Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. 25. mars 2025 15:50 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00
„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land. 25. mars 2025 16:29
Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. 25. mars 2025 15:50
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53