Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. mars 2025 21:32 Óskar Hallgrímsson hefur búið í Úkraínu í um fimm ár þar sem hann rekur lítið listastúdíó ásamt konunni sinni og flytur fréttir af stríðinu. Vísir/Elín Margrét Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. Við heimsóttum Óskar Hallgrímsson í stúdíóið sem hann heldur úti ásamt Mariiku eiginkonu sinni í Kænugarði. Þau eru myndlistamenn, en Óskar sem er ljósmyndari hefur frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu ferðast um landið og flutt fréttir af stríðinu, meðal annars af vígvellinum. Hann hefur verið iðinn við að deila myndum og sögum af stríðinu á Instagram auk þess sem hann hefur skrifað og myndað fyrir Heimildina. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Það hefur einkennt mitt líf rosalega mikið, eiginlega stærstan hluta. En síðan í stúdíóinu er ég myndlistamaður og held myndlistasýningar á Íslandi og kúlítveraður og drekk latte. Ég hef reynt að halda því í jafnvægi en síðasta ár er búið að vera náttúrlega svakalega erfitt fyrir mann. Ég er kominn með þrjú ár, ég er búinn að vera að vinna í stríðinu allan þennan tíma og þetta er búið að vera erfitt en ég reyni að halda áfram, gera það sem ég get,“ segir Óskar. Listin og stríðið einkenna lífið Það hjálpi til að geta leitað í listina inn á milli þegar aðstæður leyfa. „Ég sakna þess mjög mikið að fara í stúdíóið því að ég get verið með hljóðbók, ég get sónað út, gleymt því sem ég var að gera og sjá á vígvellinum. Þannig það er erfitt að tapa því, ég er ekki búinn að ná að sinna því eins mikið og ég vil,“ segir Óskar. Síðustu fjögur ár hafa þau hjónin unnið að sameiginlegu verkefni, Comfortable Universe, þar sem þau hafa að vissu leyti tvinnað saman þá tvo veruleika sem einkenna líf þeirra í Úkraínu; stríðið og listina. „Síðan héldum við fyrstu sýninguna um leið og stríðið byrjaði, það endurspeglaði þennan baráttuvilja. Síðan var baráttuviljinn ennþá til staðar í næstu sýningu, síðan þegar baráttuviljinn varð aðeins hljóðlátari, og næsta sýning mun endurspegla það að baráttuviljinn er ennþá til staðar en ofþreytan og sársaukinn er kannski farinn að láta meira á sjá,“ útskýrir Óskar. Ef áætlanir ganga eftir stefna þau á að halda næstu sýningu á Íslandi í ágúst. Úkraína verji Evrópu og skalinn gífurlegur Óskar segir mikilvægt að gleyma því ekki hvað almenningur í Úkraínu býr við alvarlegan veruleika. Umfang stríðsins sé meira en margur átti sig á. Stærðin og skalinn sé gífurlegur. „Við erum að tala um þúsund kílómetra, og maður segir þúsund kílómetrar eins og það sé ekki neitt. Það er eitthvað sem fólk áttar sig ekki á hvað skalinn er gífurlega mikill og stór og mun, og hefur, haft áhrif á Ísland. Kannski ekki beint, við erum ekki að fá flugskeyti á okkur eða neitt svoleiðis. En ég vil að Íslendingar hugsi kannski aðeins til þess að Úkraína er í alvörunni að verja Evrópu. Hún er í alvörunni að verja Evrópu,“ segir Óskar. „Við erum kannski að fara að átta okkur á því núna, en ég er búinn að vera að segja það stanslaust í þrjú ár, af því ég er búinn að sjá fjöldagrafir – í fleirtölu, ég er búin að hitta hundruð einstaklinga sem hafa verið að segja sambærilegar sögur og þið eruð búin að vera að heyra og fjalla um síðustu daga. Skalinn er svo gífurlegur, það er það sem fólk áttar sig kannski ekki á. Það eru 650 þúsund manns sitthvoru megin að berjast á hverjum einasta degi, þetta er svo stórt.“ Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Myndlist Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Við heimsóttum Óskar Hallgrímsson í stúdíóið sem hann heldur úti ásamt Mariiku eiginkonu sinni í Kænugarði. Þau eru myndlistamenn, en Óskar sem er ljósmyndari hefur frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu ferðast um landið og flutt fréttir af stríðinu, meðal annars af vígvellinum. Hann hefur verið iðinn við að deila myndum og sögum af stríðinu á Instagram auk þess sem hann hefur skrifað og myndað fyrir Heimildina. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Það hefur einkennt mitt líf rosalega mikið, eiginlega stærstan hluta. En síðan í stúdíóinu er ég myndlistamaður og held myndlistasýningar á Íslandi og kúlítveraður og drekk latte. Ég hef reynt að halda því í jafnvægi en síðasta ár er búið að vera náttúrlega svakalega erfitt fyrir mann. Ég er kominn með þrjú ár, ég er búinn að vera að vinna í stríðinu allan þennan tíma og þetta er búið að vera erfitt en ég reyni að halda áfram, gera það sem ég get,“ segir Óskar. Listin og stríðið einkenna lífið Það hjálpi til að geta leitað í listina inn á milli þegar aðstæður leyfa. „Ég sakna þess mjög mikið að fara í stúdíóið því að ég get verið með hljóðbók, ég get sónað út, gleymt því sem ég var að gera og sjá á vígvellinum. Þannig það er erfitt að tapa því, ég er ekki búinn að ná að sinna því eins mikið og ég vil,“ segir Óskar. Síðustu fjögur ár hafa þau hjónin unnið að sameiginlegu verkefni, Comfortable Universe, þar sem þau hafa að vissu leyti tvinnað saman þá tvo veruleika sem einkenna líf þeirra í Úkraínu; stríðið og listina. „Síðan héldum við fyrstu sýninguna um leið og stríðið byrjaði, það endurspeglaði þennan baráttuvilja. Síðan var baráttuviljinn ennþá til staðar í næstu sýningu, síðan þegar baráttuviljinn varð aðeins hljóðlátari, og næsta sýning mun endurspegla það að baráttuviljinn er ennþá til staðar en ofþreytan og sársaukinn er kannski farinn að láta meira á sjá,“ útskýrir Óskar. Ef áætlanir ganga eftir stefna þau á að halda næstu sýningu á Íslandi í ágúst. Úkraína verji Evrópu og skalinn gífurlegur Óskar segir mikilvægt að gleyma því ekki hvað almenningur í Úkraínu býr við alvarlegan veruleika. Umfang stríðsins sé meira en margur átti sig á. Stærðin og skalinn sé gífurlegur. „Við erum að tala um þúsund kílómetra, og maður segir þúsund kílómetrar eins og það sé ekki neitt. Það er eitthvað sem fólk áttar sig ekki á hvað skalinn er gífurlega mikill og stór og mun, og hefur, haft áhrif á Ísland. Kannski ekki beint, við erum ekki að fá flugskeyti á okkur eða neitt svoleiðis. En ég vil að Íslendingar hugsi kannski aðeins til þess að Úkraína er í alvörunni að verja Evrópu. Hún er í alvörunni að verja Evrópu,“ segir Óskar. „Við erum kannski að fara að átta okkur á því núna, en ég er búinn að vera að segja það stanslaust í þrjú ár, af því ég er búinn að sjá fjöldagrafir – í fleirtölu, ég er búin að hitta hundruð einstaklinga sem hafa verið að segja sambærilegar sögur og þið eruð búin að vera að heyra og fjalla um síðustu daga. Skalinn er svo gífurlegur, það er það sem fólk áttar sig kannski ekki á. Það eru 650 þúsund manns sitthvoru megin að berjast á hverjum einasta degi, þetta er svo stórt.“
Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Myndlist Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels