Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 12:14 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað hernum að auka viðbúnað í Mið-Austurlöndum verulega. AP/Gerard Carreon Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda ætti töluverðan herafla til Mið-Austurlanda. Bandaríkjamenn hafa gert umfangsmiklar loftárásir gegn Hútum í Jemen að undanförnu og þá hefur spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran. Spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran hefur aukist nokkuð að undanförnu. Klerkastjórnin hefur staðið við bakið á Hútum í Jemen og þá hefur Trump einnig talað um að klerkastjórnin megi ekki koma upp kjarnorkuvopnum. Á sunnudaginn hótaði Trump árásum á Íran og refsiaðgerðum, ef klerkastjórnin gerði ekki samkomulag við Bandaríkin um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Það sem tilkynnt var í gærkvöldi var að veru flugmóðurskipsins Harry S. Truman og meðfylgjandi flota í Mið-Austurlöndum yrði framlengd. Þar að auki yrði flugmóðurskipið Carl Vinson einnig sent á svæðið auk fleiri flugsveita og loftvarnarkerfa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu er haft eftir talsmanni þess að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi gert ljóst að muni Íranar eða leppar þeirra ógna Bandaríkjamönnum eða hagsmunum Bandaríkjanna, verði gripið til aðgerða. Gervihnattamyndir hafa einnig sýnt að minnst sex B-2 sprengjuflugvélum hefur verið flogið til flugstöðvar Bandaríkjanna á Diego Garcia á Indlandshafi. Þær sprengjuvélar geta borið kjarnorkuvopn og sprengjur sem hannaðar eru til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum. B-2 Spirit eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi en mjög erfitt er að sjá þær á ratsjám. Þær hafa verið notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Þær yrðu nauðsynlegar til að gera árásir á kjarnorkustöðvar í Íran. Sprengjurnar sem notaðar yrðu til að granda niðurgröfnum kjarnorkurannsóknarstofum í Íran kallast GBU-57 eða „MOP“, sem stendur fyrir „Massive Ordnance Penetrator“. Þær eru rúm tólf tonn að þyngd og sex metra langar. Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, lýsti því yfir á mánudaginn að ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran yrði þeim svarað af mikilli hörku. Yfirmenn byltingarvarðar Íran hafa slegið á svipaða strengi og hótað alvarlegum afleiðingum, verði gerðar árásir á Íran. Á hans fyrsta kjörtímabili dró Trump Bandaríkin frá samkomulagi sem mörg af stærstu ríkjum heims gerðu við Íran árið 2015 sem ætlað var að setja takmarkanir á þróun klerkastjórnarinnar á kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana. Trump beitti þá Íran aftur umfangsmiklum refsiaðgerðum. Hann lét einnig ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum en hann var talinn næst valdamesti maður Íran. Klerkastjórnin í Íran hefur á undanförnum árum verið sökuð um ráðabrugg um að ráða Trump af dögum. Frá því Trump rifti kjarnorkusamkomulaginu hafa íranskir kjarnorkuvísindamenn aukið auðgun úrans umtalsvert og takmörkuðu samhliða því aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika og hafa fregnir borist af því að Íranar eigi mikið af auðguðu úrani sem tiltölulega auðvelt væri að koma í níutíu prósent hreinleika. Ráðamenn í Ísrael hafa lengi sakað Írana um að ætla sér að koma upp kjarnorkuvopnum og gerðu þeir árásir á leynilega rannsóknarstöð í Íran í fyrra. Það var gert samhliða umfangsmiklum árásum á loftvarnarkerfi og eldflaugaframleiðslu Írans, eftir að Íranar skutu fjölda skotflauga að Ísrael. Bandaríkin Jemen Íran Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran hefur aukist nokkuð að undanförnu. Klerkastjórnin hefur staðið við bakið á Hútum í Jemen og þá hefur Trump einnig talað um að klerkastjórnin megi ekki koma upp kjarnorkuvopnum. Á sunnudaginn hótaði Trump árásum á Íran og refsiaðgerðum, ef klerkastjórnin gerði ekki samkomulag við Bandaríkin um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Það sem tilkynnt var í gærkvöldi var að veru flugmóðurskipsins Harry S. Truman og meðfylgjandi flota í Mið-Austurlöndum yrði framlengd. Þar að auki yrði flugmóðurskipið Carl Vinson einnig sent á svæðið auk fleiri flugsveita og loftvarnarkerfa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu er haft eftir talsmanni þess að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi gert ljóst að muni Íranar eða leppar þeirra ógna Bandaríkjamönnum eða hagsmunum Bandaríkjanna, verði gripið til aðgerða. Gervihnattamyndir hafa einnig sýnt að minnst sex B-2 sprengjuflugvélum hefur verið flogið til flugstöðvar Bandaríkjanna á Diego Garcia á Indlandshafi. Þær sprengjuvélar geta borið kjarnorkuvopn og sprengjur sem hannaðar eru til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum. B-2 Spirit eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi en mjög erfitt er að sjá þær á ratsjám. Þær hafa verið notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Þær yrðu nauðsynlegar til að gera árásir á kjarnorkustöðvar í Íran. Sprengjurnar sem notaðar yrðu til að granda niðurgröfnum kjarnorkurannsóknarstofum í Íran kallast GBU-57 eða „MOP“, sem stendur fyrir „Massive Ordnance Penetrator“. Þær eru rúm tólf tonn að þyngd og sex metra langar. Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, lýsti því yfir á mánudaginn að ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran yrði þeim svarað af mikilli hörku. Yfirmenn byltingarvarðar Íran hafa slegið á svipaða strengi og hótað alvarlegum afleiðingum, verði gerðar árásir á Íran. Á hans fyrsta kjörtímabili dró Trump Bandaríkin frá samkomulagi sem mörg af stærstu ríkjum heims gerðu við Íran árið 2015 sem ætlað var að setja takmarkanir á þróun klerkastjórnarinnar á kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana. Trump beitti þá Íran aftur umfangsmiklum refsiaðgerðum. Hann lét einnig ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum en hann var talinn næst valdamesti maður Íran. Klerkastjórnin í Íran hefur á undanförnum árum verið sökuð um ráðabrugg um að ráða Trump af dögum. Frá því Trump rifti kjarnorkusamkomulaginu hafa íranskir kjarnorkuvísindamenn aukið auðgun úrans umtalsvert og takmörkuðu samhliða því aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika og hafa fregnir borist af því að Íranar eigi mikið af auðguðu úrani sem tiltölulega auðvelt væri að koma í níutíu prósent hreinleika. Ráðamenn í Ísrael hafa lengi sakað Írana um að ætla sér að koma upp kjarnorkuvopnum og gerðu þeir árásir á leynilega rannsóknarstöð í Íran í fyrra. Það var gert samhliða umfangsmiklum árásum á loftvarnarkerfi og eldflaugaframleiðslu Írans, eftir að Íranar skutu fjölda skotflauga að Ísrael.
Bandaríkin Jemen Íran Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02
Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44
Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“