Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 17:44 Donald Trump í garði Hvíta hússins í gær. AP/Evan Vucci Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. Þetta kemur fram í færslu Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðli hans, Truth Social. „Byggt á vanvirðingunni sem Kína hefur sýnt heimsmörkuðum ætla ég að hækka tollana sem Bandaríkin hafa lagt á Kína upp í 125 prósent og taka þeir samstundis gildi,“ sagði hann í færslunni. Á miðnætti Vestanhafs tóku 104 prósenta tollgjöld gildi en nú er ljóst að þau verða enn hærri. Trump sagði í færslunni að einhvern tímann, vonandi í nálægri framtíð, myndu Kínverjar uppgötva að þeir gætu ekki lengur féflett Bandaríkin og önnur lönd. Yfirvöld höfðu lýst því yfir að þau hygðust „berjast til endaloka“ ef Bandaríkin ætluðu að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Hann sagði einnig að meira en 75 lönd hefðu haft samband við fulltrúa Bandaríkjanna hjá viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og embætti viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna (USTR) til að semja um lausn á tollaaðgerðunum án þess að svara Bandaríkjunum með mótvægisaðgerðum. Vegna þessa hefði hann samþykkt 90 dag pásu fyrir þau lönd og „töluvert lækkaða gagnkvæma tolla“ niður í tíu prósent á því tímabili. Þær aðgerðir tækju samstundis gildi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða lönd það eru sem Trump á við en þau eru væntanlega í þeim hópi sem fékk meira en tíu prósenta tollahækkun þegar aðgerðirnar voru fyrst tilkynntar. Ísland virðist því ekki vera í þessum hópi. Skattar og tollar Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðli hans, Truth Social. „Byggt á vanvirðingunni sem Kína hefur sýnt heimsmörkuðum ætla ég að hækka tollana sem Bandaríkin hafa lagt á Kína upp í 125 prósent og taka þeir samstundis gildi,“ sagði hann í færslunni. Á miðnætti Vestanhafs tóku 104 prósenta tollgjöld gildi en nú er ljóst að þau verða enn hærri. Trump sagði í færslunni að einhvern tímann, vonandi í nálægri framtíð, myndu Kínverjar uppgötva að þeir gætu ekki lengur féflett Bandaríkin og önnur lönd. Yfirvöld höfðu lýst því yfir að þau hygðust „berjast til endaloka“ ef Bandaríkin ætluðu að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Hann sagði einnig að meira en 75 lönd hefðu haft samband við fulltrúa Bandaríkjanna hjá viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og embætti viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna (USTR) til að semja um lausn á tollaaðgerðunum án þess að svara Bandaríkjunum með mótvægisaðgerðum. Vegna þessa hefði hann samþykkt 90 dag pásu fyrir þau lönd og „töluvert lækkaða gagnkvæma tolla“ niður í tíu prósent á því tímabili. Þær aðgerðir tækju samstundis gildi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða lönd það eru sem Trump á við en þau eru væntanlega í þeim hópi sem fékk meira en tíu prósenta tollahækkun þegar aðgerðirnar voru fyrst tilkynntar. Ísland virðist því ekki vera í þessum hópi.
Skattar og tollar Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34