Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 18:42 Helga Reynisdóttir ljósmóðir aðstoðaði við að velja vörur í boxin. Bónus Barnabónus er nýtt verkefni sem Bónus hefur hleypt af stokkunum til að styðja við bakið á barnafjölskyldum og létta þeim lífið í þessum nýja kafla lífsins. „Barnabónus er veglegur upphafspakki með nauðsynlegum vörum sem ættu að nýtast vel hinu nýfædda barni og foreldrum þess á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þar kemur fram að verkefnið sé að finnskri hugmynd og gangi út á það að öll börn eigi rétt á að fá sömu tækifæri. „Hugmyndin að Barnabónus kemur upprunalega frá Finnlandi en Barnaboxið þar í landi hefur verið eitt af þekktustu og áhrifaríkustu félagslegu verkefnum Finna frá því fyrir miðja 20. öld,“ útskýrir Björgvin. Finnska ríkið kom Barnaboxinu á fót árið 1938 til að styðja við nýja foreldra og draga úr fátækt sem þá var útbreidd í landinu. Gjöfin átti að tryggja að foreldrar nýfæddra barna hefðu aðgang að nauðsynlegum vörum og búnaði og að öll börn fengju sömu tækifæri í upphafi, óháð efnahag foreldranna. Vörur fyrir bæði barn og foreldra eru í boxinu.Bónus „Okkar Barnabónus er hugmynd af svipuðum toga, því okkur er annt um viðskiptavini og velferð þeirra. Við vonum að vörurnar í kassanum komi sér vel, en þær eru valdar í samvinnu við fagfólk,“ segir Björgvin. Vörur fyrir barn fyrst eftir fæðingu Í tilkynningu kemur fram að Bónus hafi notið leiðsagnar Helgu Reynisdóttur ljósmóður við val á vörum. „Í boxinu verða vörur fyrir barnið en þessi tími, fyrst eftir fæðingu, er tími breytinga, undra og uppgötvana,“ segir Helga. Því sé mikilvægt fyrir foreldra að þau séu í jafnvægi og sinni vel sinni andlegu og líkamlegu heilsu. „Svona gjöf er stór liður í því að auka vellíðan á þessum tíma og létta á fjárhagsáhyggjum hjá nýbökuðum foreldrum,“ segir Helga. Í Barnabónus er til dæmis að finna ungbarnagalla, bleiur, blautþurrkur, tannbursta og tannkrem, dömubindi, snuð, krem, andlitskrem fyrir móðurina, lekahlífar, Milt þvottaefni, og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við að koma vörum í box. Bónus Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á bonus.is/barnabonus til að fá úthlutað Barnabónus. „Það er mikil vinna sem liggur að baki svona verkefni,“ útskýrir Björgvin en Bónus naut aðstoðar fjölda sjálfboðaliða sem gefa vinnu sína til styrktar samtökunum Gleym mér ei en það eru samtök sem styðja við fólk sem missa á meðgöngu. „Ein af lykilstoðum verkefnisins er að styðja við öll börn í landinu og því teljum við mikilvægt að styðja við bakið á öllum foreldrum og það er heiður að styrkja félag eins og Gleym mér ei,” segir verkefnastjóri verkefnisins, Pétur Sigurðsson. „Allt í allt gerum við ráð fyrir að gefa 5.000 Barnabónusbox á þessu ári, samtals að andvirði að minnsta kosti 150 milljóna króna,“ segir Björgvin. „Vonandi verða gjafirnar mikil búbót fyrir fjölskyldur á þessum tímamótum í lífi þeirra og létta undir með þeim, en eins og við vitum öll þá fylgir því ærinn kostnaður að eignast barn.“ Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Barnabónus er veglegur upphafspakki með nauðsynlegum vörum sem ættu að nýtast vel hinu nýfædda barni og foreldrum þess á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þar kemur fram að verkefnið sé að finnskri hugmynd og gangi út á það að öll börn eigi rétt á að fá sömu tækifæri. „Hugmyndin að Barnabónus kemur upprunalega frá Finnlandi en Barnaboxið þar í landi hefur verið eitt af þekktustu og áhrifaríkustu félagslegu verkefnum Finna frá því fyrir miðja 20. öld,“ útskýrir Björgvin. Finnska ríkið kom Barnaboxinu á fót árið 1938 til að styðja við nýja foreldra og draga úr fátækt sem þá var útbreidd í landinu. Gjöfin átti að tryggja að foreldrar nýfæddra barna hefðu aðgang að nauðsynlegum vörum og búnaði og að öll börn fengju sömu tækifæri í upphafi, óháð efnahag foreldranna. Vörur fyrir bæði barn og foreldra eru í boxinu.Bónus „Okkar Barnabónus er hugmynd af svipuðum toga, því okkur er annt um viðskiptavini og velferð þeirra. Við vonum að vörurnar í kassanum komi sér vel, en þær eru valdar í samvinnu við fagfólk,“ segir Björgvin. Vörur fyrir barn fyrst eftir fæðingu Í tilkynningu kemur fram að Bónus hafi notið leiðsagnar Helgu Reynisdóttur ljósmóður við val á vörum. „Í boxinu verða vörur fyrir barnið en þessi tími, fyrst eftir fæðingu, er tími breytinga, undra og uppgötvana,“ segir Helga. Því sé mikilvægt fyrir foreldra að þau séu í jafnvægi og sinni vel sinni andlegu og líkamlegu heilsu. „Svona gjöf er stór liður í því að auka vellíðan á þessum tíma og létta á fjárhagsáhyggjum hjá nýbökuðum foreldrum,“ segir Helga. Í Barnabónus er til dæmis að finna ungbarnagalla, bleiur, blautþurrkur, tannbursta og tannkrem, dömubindi, snuð, krem, andlitskrem fyrir móðurina, lekahlífar, Milt þvottaefni, og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við að koma vörum í box. Bónus Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á bonus.is/barnabonus til að fá úthlutað Barnabónus. „Það er mikil vinna sem liggur að baki svona verkefni,“ útskýrir Björgvin en Bónus naut aðstoðar fjölda sjálfboðaliða sem gefa vinnu sína til styrktar samtökunum Gleym mér ei en það eru samtök sem styðja við fólk sem missa á meðgöngu. „Ein af lykilstoðum verkefnisins er að styðja við öll börn í landinu og því teljum við mikilvægt að styðja við bakið á öllum foreldrum og það er heiður að styrkja félag eins og Gleym mér ei,” segir verkefnastjóri verkefnisins, Pétur Sigurðsson. „Allt í allt gerum við ráð fyrir að gefa 5.000 Barnabónusbox á þessu ári, samtals að andvirði að minnsta kosti 150 milljóna króna,“ segir Björgvin. „Vonandi verða gjafirnar mikil búbót fyrir fjölskyldur á þessum tímamótum í lífi þeirra og létta undir með þeim, en eins og við vitum öll þá fylgir því ærinn kostnaður að eignast barn.“
Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira