Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 15:02 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað Steinþór Gunnarsson í Ímon-málinu svokallaða, tíu árum eftir að hann var dæmdur í sama máli í Hæstarétti. Hann hlaut þá níu mánaða dóm. Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 en hefur ekki verið birtur. Dómar í sama máli mildaðir Hann hlaut níu mánaða dóm á báðum dómstigum en í Hæstarétti voru sex mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Sá dómur gekk árið 2015. Í sama máli hlutu þau Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, fangelsisdóma. Þau fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti árið 2021 og dómar þeirra voru mildaðir verulega. Sigurjón hlaut skilorðsbundna refsingu og Elínu var ekki gerð refsing þar sem hún hafði þegar afplánað refsingu samkvæmt enduruppteknum dómi. Fór í Landsrétt frekar en Hæstarétt Steinþór fékk einnig endurupptöku í málinu en þar sem lögum hafði verið breytt þegar beiðni hans barst var málinu vísað til Landsréttar frekar en Hæstaréttar líkt og mál þeirra Sigurjóns og Elínar. Ímon-málið er eitt hrunmálanna svokölluðu þar sem dómar hafa verið enduruppteknir vegna vanhæfis Hæstaréttardómara sem dæmdu fólk í fangelsi fyrir aðkomu þess að aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Dómararnir voru taldir vanhæfir vegna hlutabréfaeignar þeirra í viðskiptabönkunum þremur. Í máli þessu var það hlutabréfaeign dómara í Landsbankanum sem olli vanhæfi hans. Fréttin verður uppfærð. Dómsmál Hrunið Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 en hefur ekki verið birtur. Dómar í sama máli mildaðir Hann hlaut níu mánaða dóm á báðum dómstigum en í Hæstarétti voru sex mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Sá dómur gekk árið 2015. Í sama máli hlutu þau Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, fangelsisdóma. Þau fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti árið 2021 og dómar þeirra voru mildaðir verulega. Sigurjón hlaut skilorðsbundna refsingu og Elínu var ekki gerð refsing þar sem hún hafði þegar afplánað refsingu samkvæmt enduruppteknum dómi. Fór í Landsrétt frekar en Hæstarétt Steinþór fékk einnig endurupptöku í málinu en þar sem lögum hafði verið breytt þegar beiðni hans barst var málinu vísað til Landsréttar frekar en Hæstaréttar líkt og mál þeirra Sigurjóns og Elínar. Ímon-málið er eitt hrunmálanna svokölluðu þar sem dómar hafa verið enduruppteknir vegna vanhæfis Hæstaréttardómara sem dæmdu fólk í fangelsi fyrir aðkomu þess að aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Dómararnir voru taldir vanhæfir vegna hlutabréfaeignar þeirra í viðskiptabönkunum þremur. Í máli þessu var það hlutabréfaeign dómara í Landsbankanum sem olli vanhæfi hans. Fréttin verður uppfærð.
Dómsmál Hrunið Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira