Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 10:51 Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega. Flestar umsóknir eru frá fólki frá Úkraínu og eru afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta. Vísir/Vilhelm Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði. Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði.
Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels