Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 07:56 Ýmis verkefni komu inn á borð lögreglu í gær. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir Lögregla stöðvaði mann sem er sagður hafa verið með fíkniefni meðferðis og ókleift að sýna fram á hver hann væri. Grunar lögregla hann um sölu og dreifingu fíkniefna og tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt.
Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels