Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 19:02 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Vísir/Ívar Fannar Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira