Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 22:53 Auður Elons Musk hefur dregist verulega saman á þessu ári en hann er að miklu leyti bundinn við hlutabréf Tesla. AP/Alex Brandon Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. Hagnaður Tesla á fyrsta ársfjórðungi þessa árs dróst saman um 71 prósent, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Hagnaður á hvern hlut er 27 sent, en greinendur höfðu búist við 41 senti á hlut, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Tesla hagnaðist um tæplega 410 milljónir dala á ársfjórðungnum, sem samsvarar um 51,2 milljörðum króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaðurinn hins vegar 1,4 milljarðar dala eða um 176 milljarðar króna. Mikill samdráttur varð á tekjum fyrirtækisins í bílasölu. Hann var tæpir fjórtán milljarðar á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra var hann 17,4 milljarðar dala og samsvarar það um tuttugu prósenta samdrætti. Tekjur fyrirtækisins á sviði raforku og rafhlaðna jukust hins vegar um 67 prósent og voru 2,7 milljarðar dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjör Tesla hér. Kenna tollum og pólitísku andrúmslofti um Forsvarsmenn Tesla segja markaðsumhverfið slæmt og vísa meðal annars til tolla Trumps, sem valdið hefur álagi á birgðakeðjum og aukið kostnað verulega. Einnig segir í samantekt Tesla á uppgjörinu að pólitískt andrúmsloft hafi mikil áhrif haft á reksturinn og þau áhrif gætu varið áfram og dregið úr eftirspurn eftir bílum fyrirtækisins. Sjá einnig: Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Virði hlutabréfa Tesla hefur minnkað um rúm fjörutíu prósent það sem af er ári. Á fundi með hluthöfum sem haldinn var eftir að uppgjörið var birt lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að einbeita sér að rekstri Tesla í næsta mánuði. Hann muni verja mun minni tíma í störf stofnunarinnar DOGE sem staðið hefur fyrir umfangsmiklum og umdeildum niðurskurði í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Musk sagðist þó ætla að halda áfram að styðja Trump með DOGE og tryggja að meint sóun og spilling sem stofnunin hefur barist gegn stingi ekki aftur upp kollinum. Hann varði nærri því þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri og hefur tekið virkan þátt í starfi ríkisstjórnar hans. Sjá einnig: Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Þessu starfi og ýmsum yfirlýsingum Musks hafa fylgt mikil mótmæli í Bandaríkjunum og Evrópu. Á áðurnefndum fundi með fjárfestum hélt Musk því fram, samkvæmt frétt CNBC, að mótmælin væru mjög skipulögð og sagði enn fremur líklegt að mótmælendur væru að fá greitt fyrir mótmælin úr opinberum sjóðum gegnum einhverskonar spillingu. Sjá einnig: Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Áður en hann talaði um tolla Trumps andvarpaði Musks hátt og sagðist svo hafa barist fyrir lægri tollum. Hann sagðist ætla að gera það áfram en sagði ákvörðunina alfarið í höndum Trumps. „Hann ræður því svo hvort hann hlustar á ráðleggingar mínar.“ Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Tesla Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Hagnaður Tesla á fyrsta ársfjórðungi þessa árs dróst saman um 71 prósent, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Hagnaður á hvern hlut er 27 sent, en greinendur höfðu búist við 41 senti á hlut, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Tesla hagnaðist um tæplega 410 milljónir dala á ársfjórðungnum, sem samsvarar um 51,2 milljörðum króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaðurinn hins vegar 1,4 milljarðar dala eða um 176 milljarðar króna. Mikill samdráttur varð á tekjum fyrirtækisins í bílasölu. Hann var tæpir fjórtán milljarðar á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra var hann 17,4 milljarðar dala og samsvarar það um tuttugu prósenta samdrætti. Tekjur fyrirtækisins á sviði raforku og rafhlaðna jukust hins vegar um 67 prósent og voru 2,7 milljarðar dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjör Tesla hér. Kenna tollum og pólitísku andrúmslofti um Forsvarsmenn Tesla segja markaðsumhverfið slæmt og vísa meðal annars til tolla Trumps, sem valdið hefur álagi á birgðakeðjum og aukið kostnað verulega. Einnig segir í samantekt Tesla á uppgjörinu að pólitískt andrúmsloft hafi mikil áhrif haft á reksturinn og þau áhrif gætu varið áfram og dregið úr eftirspurn eftir bílum fyrirtækisins. Sjá einnig: Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Virði hlutabréfa Tesla hefur minnkað um rúm fjörutíu prósent það sem af er ári. Á fundi með hluthöfum sem haldinn var eftir að uppgjörið var birt lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að einbeita sér að rekstri Tesla í næsta mánuði. Hann muni verja mun minni tíma í störf stofnunarinnar DOGE sem staðið hefur fyrir umfangsmiklum og umdeildum niðurskurði í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Musk sagðist þó ætla að halda áfram að styðja Trump með DOGE og tryggja að meint sóun og spilling sem stofnunin hefur barist gegn stingi ekki aftur upp kollinum. Hann varði nærri því þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri og hefur tekið virkan þátt í starfi ríkisstjórnar hans. Sjá einnig: Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Þessu starfi og ýmsum yfirlýsingum Musks hafa fylgt mikil mótmæli í Bandaríkjunum og Evrópu. Á áðurnefndum fundi með fjárfestum hélt Musk því fram, samkvæmt frétt CNBC, að mótmælin væru mjög skipulögð og sagði enn fremur líklegt að mótmælendur væru að fá greitt fyrir mótmælin úr opinberum sjóðum gegnum einhverskonar spillingu. Sjá einnig: Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Áður en hann talaði um tolla Trumps andvarpaði Musks hátt og sagðist svo hafa barist fyrir lægri tollum. Hann sagðist ætla að gera það áfram en sagði ákvörðunina alfarið í höndum Trumps. „Hann ræður því svo hvort hann hlustar á ráðleggingar mínar.“
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Tesla Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira