„Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. maí 2025 20:01 Eva Hauksdóttir, verjandi Sigurðar Almars. Vísir/Bjarni Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira