Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 14:23 Fjölmargar íbúðir eru fyrir ofan pílustaðinn. Vísir/Vilhelm Pílustaðnum Skor hefur verið meinað að hafa opið lengur á kvöldin samkvæmt úrskurði umhverfis- og auðlindamála. Þar staðfesti nefndin ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 10. janúar 2025 um að synja umsókn um aukinn opnunartíma fyrir veitingastaðinn Skor. Heilbrigðiseftirlit telur aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri. Eigendur staðarins hafa þó kvartað yfir því að hljóðmælingar sem heilbrigðiseftirlitið miði við hafi verið framkvæmdar árið 2023 og frá þeim tíma hafi miklar úrbætur verið gerðar á hljóðvist. Gallinn sé að íbúar í íbúðum fyrir ofan hafi ekki leyft nýjar hljóðmælingar. Úrskurðurinn er hér. Rekstraraðilar höfðu sótt um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt eftir miðnætti um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Hljóðmælingarnar 2023 Áður hefur verið fjallað um hávaða frá pílustaðnum í öðrum úrskurðum nefndarinnar en starfsleyfi staðarins var fellt úr gildi þann 29. mars 2023 og þeim svo veitt tímabundið leyfi þann 31. mars sama ár til þriggja mánaða á meðan rekstraraðilar fengu tíma til að bregðast við ábendingum en þær sneru að framkvæmd hávaðamælingar og greiningu og niðurstöðum þeirrar mælingar. Það yrði grundvöllur ákvörðunarinnar. Næstu þrjár vikurnar voru framkvæmdar hljóðmælingar í íbúð fyrir ofan pílustaðinn, við Kolagötu 1. Niðurstaða mælinganna var að aðstæður þar voru metnar heilsuspillandi. Rekstraraðilar fengu í kjölfarið tímabundið starfsleyfi með þeim skilyrðum að hávaði færi ekki yfir 75 desibel og að aðeins væri opið til 22. Aftur var framkvæmd hljóðmæling í september sama ár sem enn sýndi að þrátt fyrir úrbætur væri hljóðeinangrun ekki nægileg og hávaði metinn heilsuspillandi. Í annarri íbúðinni sem mælingar fóru fram í mátti til dæmis heyra söng gesta í karókíherbergi og í báðum íbúðunum heyrðust hróp og köll frá gestum. Í nóvember sendi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íbúum tilkynningu þess efnis að Skor ætti að fá starfsleyfi til tólf ára þar sem tilgreint væri að opnunartími væri til 22 á virkum dögum og 23 um helgar og á frídögum. Engar athugasemdir bárust frá íbúum en þó tekið fram að á tímabilinu apríl 2023 til 15. nóvember höfðu þó borist 45 kvartanir frá íbúum Kolagötu 1 vegna ónæðis frá starfsemi veitingastaðarins. Staðurinn fékk starfsleyfi í kjölfarið til tólf ára en þó með þeim skilyrðum að ekki væri opið lengur en til 22 á virkum dögum og til 23 um helgar og á frídögum, að tónlist færi ekki yfir 80 desibel og að ekki mætti nota karíókíherbergið. Fengu rýmri opnunartíma sem svo var felldur úr gildi Í janúar 2024 óskuðu eigendur svo eftir því aftur að opnunartími yrði rýmkaður og að þeir fengju að nota karíókíherbergið aftur. Þá höfðu verið gerðar ýmsar úrbætur til að tryggja betri hljóðvist í íbúðum fyrir ofan sem heilbrigðiseftirlitið staðfesti svo í heimsókn sinni á staðinn. Í kjölfarið samþykkti heilbrigðiseftirlitið að rýmka opnunartímann til klukkan 23 frá sunnudegi til fimmtudags og til klukkan eitt um helgar og á frídögum. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamál felldi þessa ákvörðun svo úr gildi í júlí sama ár með vísan til þess að engar hljóðmælingar eða skynmat, sambærilegt því sem framkvæmt var árið 2023, hafi legið fyrir sem stutt hafi getað þá ákvörðun. Rekstraraðilar sóttu svo aftur í september 2024 um rýmri opnun til heilbrigðiseftirlits en þeirri umsókn var hafnað í janúar 2025 með vísan til hljóðmælinga og að ekki hafi farið fram sambærilegar hljóðmælingar og voru gerðar 2023. Vilja nýjar hljóðmælingar Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að rekstraraðilar Skor krefjist þess að gerðar verði nýjar hljóðmælingar samkvæmt stöðlum og af fagaðilum og kvarta yfir því að íbúar í íbúðum fyrir ofan hafi ekki heimilað að þær verði framkvæmdar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að rekstraraðilar hafi varið tugum milljóna í að reyna laga „hljóðvandamálið“ sem hafi þó aldrei fengist staðfest með gildum mælingum. Nágrannar hafi neitað hljóðmælingum ítrekað og aðeins samþykkt að gera þær á „sínum forsendum“ en ekki eins og reglugerðir kveði á um. Heilbrigðiseftirlitinu verið neitað um að fá að hljóðmæla og þar að auki ítrekað neitað mælingum sem framkvæma átti samkvæmt ÍSAT staðli af óháðum verkfræðistofum. Á Skor er hægt að spila pílu auk þess sem hægt er að fá mat og drykk. Staðurinn er afar vinsæll. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið vísar því þó á bug að ekki hafi réttilega verið staðið að öllum hljóðmælingum. Um sé að ræða hávaða sem valdi ónæði í íbúðarhúsnæði í hverri viku, á tíma sólarhrings „þegar ætla megi að fólk sé í ró í sínu húsnæði eða sé gengið til hvílu og vari um ófyrirséðan tíma, eftir því hve lengi veitingastaðurinn sé í rekstri“. Þannig geti langvarandi áhrif ónæðis af völdum hávaða haft heilsufarsáhrif í för með sér eins og streitu, svefnleysi og þreytu sem aftur geti leitt til langvarandi sálfélagslegra áhrifa og jafnvel áhrifa á hjarta- og æðasjúkdóma. Aðstæður séu heilsuspillandi Sé litið til þessara þátta í viðbót við mæld gildi sem fari yfir heimil mörk sé það mat heilbrigðiseftirlitsins að aðstæður í íbúðum séu heilsuspillandi enda sé álag vegna ónæðis umtalsvert. Rekstraraðilar Skor lögðu í kjölfarið fram álit frá hljóðverkfræðingi um að hljóðskýrsla heilbrigðiseftirlits hafi ekki verið samkvæmt stöðlum. Heilbrigðiseftirlitið vísar því svo aftur á bug. Í úrskurði nefndarinnar segir að lokum að ýmis sjónarmið hafi verið lögð fram fyrir nefndina og þá aðallega um túlkun og áreiðanleika mælinga á hávaða og þá einkum þeirra sem fóru fram árið 2023. Slíkar niðurstöður geti haft verulega þýðingu en fram hafi komið að íbúar hafi ekki fallist á slíkar mælingar. Að lokum segir að þó svo að nefndin geti fundið að rökstuðningi í hinni kærðu ákvörðun telji nefndin ekki ástæðu til að raska gildi hennar og hafnaði því kröfu rekstraraðila um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem umsókn um lengri opnunartíma var synjað. Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Pílukast Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit telur aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri. Eigendur staðarins hafa þó kvartað yfir því að hljóðmælingar sem heilbrigðiseftirlitið miði við hafi verið framkvæmdar árið 2023 og frá þeim tíma hafi miklar úrbætur verið gerðar á hljóðvist. Gallinn sé að íbúar í íbúðum fyrir ofan hafi ekki leyft nýjar hljóðmælingar. Úrskurðurinn er hér. Rekstraraðilar höfðu sótt um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt eftir miðnætti um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Hljóðmælingarnar 2023 Áður hefur verið fjallað um hávaða frá pílustaðnum í öðrum úrskurðum nefndarinnar en starfsleyfi staðarins var fellt úr gildi þann 29. mars 2023 og þeim svo veitt tímabundið leyfi þann 31. mars sama ár til þriggja mánaða á meðan rekstraraðilar fengu tíma til að bregðast við ábendingum en þær sneru að framkvæmd hávaðamælingar og greiningu og niðurstöðum þeirrar mælingar. Það yrði grundvöllur ákvörðunarinnar. Næstu þrjár vikurnar voru framkvæmdar hljóðmælingar í íbúð fyrir ofan pílustaðinn, við Kolagötu 1. Niðurstaða mælinganna var að aðstæður þar voru metnar heilsuspillandi. Rekstraraðilar fengu í kjölfarið tímabundið starfsleyfi með þeim skilyrðum að hávaði færi ekki yfir 75 desibel og að aðeins væri opið til 22. Aftur var framkvæmd hljóðmæling í september sama ár sem enn sýndi að þrátt fyrir úrbætur væri hljóðeinangrun ekki nægileg og hávaði metinn heilsuspillandi. Í annarri íbúðinni sem mælingar fóru fram í mátti til dæmis heyra söng gesta í karókíherbergi og í báðum íbúðunum heyrðust hróp og köll frá gestum. Í nóvember sendi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íbúum tilkynningu þess efnis að Skor ætti að fá starfsleyfi til tólf ára þar sem tilgreint væri að opnunartími væri til 22 á virkum dögum og 23 um helgar og á frídögum. Engar athugasemdir bárust frá íbúum en þó tekið fram að á tímabilinu apríl 2023 til 15. nóvember höfðu þó borist 45 kvartanir frá íbúum Kolagötu 1 vegna ónæðis frá starfsemi veitingastaðarins. Staðurinn fékk starfsleyfi í kjölfarið til tólf ára en þó með þeim skilyrðum að ekki væri opið lengur en til 22 á virkum dögum og til 23 um helgar og á frídögum, að tónlist færi ekki yfir 80 desibel og að ekki mætti nota karíókíherbergið. Fengu rýmri opnunartíma sem svo var felldur úr gildi Í janúar 2024 óskuðu eigendur svo eftir því aftur að opnunartími yrði rýmkaður og að þeir fengju að nota karíókíherbergið aftur. Þá höfðu verið gerðar ýmsar úrbætur til að tryggja betri hljóðvist í íbúðum fyrir ofan sem heilbrigðiseftirlitið staðfesti svo í heimsókn sinni á staðinn. Í kjölfarið samþykkti heilbrigðiseftirlitið að rýmka opnunartímann til klukkan 23 frá sunnudegi til fimmtudags og til klukkan eitt um helgar og á frídögum. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamál felldi þessa ákvörðun svo úr gildi í júlí sama ár með vísan til þess að engar hljóðmælingar eða skynmat, sambærilegt því sem framkvæmt var árið 2023, hafi legið fyrir sem stutt hafi getað þá ákvörðun. Rekstraraðilar sóttu svo aftur í september 2024 um rýmri opnun til heilbrigðiseftirlits en þeirri umsókn var hafnað í janúar 2025 með vísan til hljóðmælinga og að ekki hafi farið fram sambærilegar hljóðmælingar og voru gerðar 2023. Vilja nýjar hljóðmælingar Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að rekstraraðilar Skor krefjist þess að gerðar verði nýjar hljóðmælingar samkvæmt stöðlum og af fagaðilum og kvarta yfir því að íbúar í íbúðum fyrir ofan hafi ekki heimilað að þær verði framkvæmdar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að rekstraraðilar hafi varið tugum milljóna í að reyna laga „hljóðvandamálið“ sem hafi þó aldrei fengist staðfest með gildum mælingum. Nágrannar hafi neitað hljóðmælingum ítrekað og aðeins samþykkt að gera þær á „sínum forsendum“ en ekki eins og reglugerðir kveði á um. Heilbrigðiseftirlitinu verið neitað um að fá að hljóðmæla og þar að auki ítrekað neitað mælingum sem framkvæma átti samkvæmt ÍSAT staðli af óháðum verkfræðistofum. Á Skor er hægt að spila pílu auk þess sem hægt er að fá mat og drykk. Staðurinn er afar vinsæll. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið vísar því þó á bug að ekki hafi réttilega verið staðið að öllum hljóðmælingum. Um sé að ræða hávaða sem valdi ónæði í íbúðarhúsnæði í hverri viku, á tíma sólarhrings „þegar ætla megi að fólk sé í ró í sínu húsnæði eða sé gengið til hvílu og vari um ófyrirséðan tíma, eftir því hve lengi veitingastaðurinn sé í rekstri“. Þannig geti langvarandi áhrif ónæðis af völdum hávaða haft heilsufarsáhrif í för með sér eins og streitu, svefnleysi og þreytu sem aftur geti leitt til langvarandi sálfélagslegra áhrifa og jafnvel áhrifa á hjarta- og æðasjúkdóma. Aðstæður séu heilsuspillandi Sé litið til þessara þátta í viðbót við mæld gildi sem fari yfir heimil mörk sé það mat heilbrigðiseftirlitsins að aðstæður í íbúðum séu heilsuspillandi enda sé álag vegna ónæðis umtalsvert. Rekstraraðilar Skor lögðu í kjölfarið fram álit frá hljóðverkfræðingi um að hljóðskýrsla heilbrigðiseftirlits hafi ekki verið samkvæmt stöðlum. Heilbrigðiseftirlitið vísar því svo aftur á bug. Í úrskurði nefndarinnar segir að lokum að ýmis sjónarmið hafi verið lögð fram fyrir nefndina og þá aðallega um túlkun og áreiðanleika mælinga á hávaða og þá einkum þeirra sem fóru fram árið 2023. Slíkar niðurstöður geti haft verulega þýðingu en fram hafi komið að íbúar hafi ekki fallist á slíkar mælingar. Að lokum segir að þó svo að nefndin geti fundið að rökstuðningi í hinni kærðu ákvörðun telji nefndin ekki ástæðu til að raska gildi hennar og hafnaði því kröfu rekstraraðila um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem umsókn um lengri opnunartíma var synjað.
Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Pílukast Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira