„Verkefnið bara heltekur okkur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2025 16:02 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“ Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“
Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira