Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Árni Sæberg skrifar 23. maí 2025 16:58 Maðurinn lést í íbúð Dagbjartar í Bátavogi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur um áfrýjunarleyfi á dómi Landsréttar, þar sem hún var dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að myrða sambýlismann sinn. Landsréttur þyngdi refsingu Dagbjartar um sex ár, þar sem háttsemi hennar var heimfærð til ákvæðir hegningarlaga um manndráp, frekar en ákvæðis sömu laga um stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í febrúar síðastliðnum. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Telur dóm Landsréttar rangan Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðnina segir að Dagbjört hefði byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og áfrýjun lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu. Hún hefði meðal annars vísað til þess að óskýrleiki verknaðarlýsingar hefði átt að leiða til þess að málinu yrði vísað frá dómi eða í öllu falli að Landsrétti hefði ekki verið stætt á að sakfella fyrir manndráp á grundvelli þeirrar óljósu lýsingar að hún hefði beitt brotaþola „margþættu ofbeldi“ og dánarorsök hefði verið „köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn“. Dagbjört hefði byggt á því að Landsréttur virtist í dómi sínum eingöngu byggja á forsendum útvíkkaðrar réttarkrufningar um öll vafaatriði málsins og niðurstöðum dómkvadds manns þannig vikið til hliðar. Dómur Landsréttar væri því bersýnilega rangur að formi og efni til hvað varði sönnunargildi matsgerðar. Reyni á vægi sérfræðiskýrslna Auk þess hefði verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um sönnunarmat í málum þar sem reyni á vægi sérfræðiskýrslna sem aflað hefði verið einhliða af lögreglu gagnvart matsgerð dómkvaddra manna sem ákæruvaldið hefði ekki leitast eftir að fá hrundið með yfirmati. Loks hefði Dagbjört talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til hvað varðar mat á ásetningi hennar og heimfærslu brotsins. Að mati hennar væri mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um mörk ákvæða hegningarlaga um annars vegar manndráp og hins vegar líkamsárás sem leiðir til dauða. Heimfærsla brotsins varði Dagnbjörtu miklu enda hefði fangelsisrefsing hennar verið þyngd um sex ár milli dómstiga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að úrlausn þess, meðal annars um heimfærslu háttsemi Dagbjartar til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Þá væri jafnframt haft í huga að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp í Landsrétti en hefði í héraði verið sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Beiðnin væri því samþykkt. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Landsréttur þyngdi refsingu Dagbjartar um sex ár, þar sem háttsemi hennar var heimfærð til ákvæðir hegningarlaga um manndráp, frekar en ákvæðis sömu laga um stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í febrúar síðastliðnum. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Telur dóm Landsréttar rangan Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðnina segir að Dagbjört hefði byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og áfrýjun lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu. Hún hefði meðal annars vísað til þess að óskýrleiki verknaðarlýsingar hefði átt að leiða til þess að málinu yrði vísað frá dómi eða í öllu falli að Landsrétti hefði ekki verið stætt á að sakfella fyrir manndráp á grundvelli þeirrar óljósu lýsingar að hún hefði beitt brotaþola „margþættu ofbeldi“ og dánarorsök hefði verið „köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn“. Dagbjört hefði byggt á því að Landsréttur virtist í dómi sínum eingöngu byggja á forsendum útvíkkaðrar réttarkrufningar um öll vafaatriði málsins og niðurstöðum dómkvadds manns þannig vikið til hliðar. Dómur Landsréttar væri því bersýnilega rangur að formi og efni til hvað varði sönnunargildi matsgerðar. Reyni á vægi sérfræðiskýrslna Auk þess hefði verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um sönnunarmat í málum þar sem reyni á vægi sérfræðiskýrslna sem aflað hefði verið einhliða af lögreglu gagnvart matsgerð dómkvaddra manna sem ákæruvaldið hefði ekki leitast eftir að fá hrundið með yfirmati. Loks hefði Dagbjört talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til hvað varðar mat á ásetningi hennar og heimfærslu brotsins. Að mati hennar væri mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um mörk ákvæða hegningarlaga um annars vegar manndráp og hins vegar líkamsárás sem leiðir til dauða. Heimfærsla brotsins varði Dagnbjörtu miklu enda hefði fangelsisrefsing hennar verið þyngd um sex ár milli dómstiga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að úrlausn þess, meðal annars um heimfærslu háttsemi Dagbjartar til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Þá væri jafnframt haft í huga að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp í Landsrétti en hefði í héraði verið sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Beiðnin væri því samþykkt.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15
Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20
Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00