Íslensk amma hljóp 77 km á sex tímum Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 11:02 Hólmfríður Aðalsteinsdóttir með öðrum af ömmustrákunum sínum eftir Reykjavíkurmaraþonið árið 2023. Hún hljóp næstum tvöfalt maraþon í Noregi um helgina á aðeins sex klukkutímum. Facebook Hólmfríður Aðalsteinsdóttir vann yfirburðasigur í hlaupi í Noregi um helgina þar sem hún hljóp hátt í tvöfalt maraþon á aðeins sex klukkutímum. Hlaupið heitir Lierskogen 6 timers og virkar þannig að hlaupinn er 655 metra langur hringur eins oft og keppendur geta á sex klukkutímum. Hólmfríður segir að þannig myndist oft góð stemning í hlaupinu þó að keppendur séu á mismunandi hraða því allir séu samtímis í brautinni. Engin var þó nálægt því að hlaupa á sama hraða og 49 ára gamla amman Hólmfríður en hún hljóp alls tæpa 77 kílómetra og var því að meðaltali 4 mínútur og 41 sekúndu með hvern kílómetra. Hljóp sem sagt að meðaltali á 12,8 km/klst í sex klukkustundir. „Mér leið mjög vel í hlaupinu og náði að halda góðum hraða í fimm tíma. Það var lagt upp með að hlauparar fengju líka staðfestan maraþontíma og maraþonið hljóp ég á 3:12,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi. „Síðasta klukkutímann voru fæturnir farnir að stífna og þá hægði aðeins á,“ bætti hún við. Sannarlega merkilegur árangur hjá Hólmfríði sem búið hefur í Noregi síðustu þrettán ár og starfar sem hjúkrunarfræðingur í smábænum Valen í Kvinnherad, um 100 kílómetra sunnan við Bergen. Þar æfir hún hlaup með góðum hlaupa- og þríþrautarhópi á svæðinu. „Ég hef hlaupið þó nokkur maraþon síðustu ár og nokkur ultrahlaup,“ segir Hólmfríður og heldur áfram. „Utanvegahlaup henta mér ekki, ég er hræðilegur klaufi í öllu fjallabrölti, en ég finn mig vel í lengri götuhlaupum eða brautarhlaupum. Það er þó nokkur hefð fyrir 6, 12 og 24 tíma hlaupum hér í Noregi. Mér finnst það mjög spennandi hlaup, þar sem hver og einn hlaupari stýrir sínu hlaupi og fólk keppist við að ná ákveðinni vegalengd.“ Hlaup Íslendingar erlendis Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Hlaupið heitir Lierskogen 6 timers og virkar þannig að hlaupinn er 655 metra langur hringur eins oft og keppendur geta á sex klukkutímum. Hólmfríður segir að þannig myndist oft góð stemning í hlaupinu þó að keppendur séu á mismunandi hraða því allir séu samtímis í brautinni. Engin var þó nálægt því að hlaupa á sama hraða og 49 ára gamla amman Hólmfríður en hún hljóp alls tæpa 77 kílómetra og var því að meðaltali 4 mínútur og 41 sekúndu með hvern kílómetra. Hljóp sem sagt að meðaltali á 12,8 km/klst í sex klukkustundir. „Mér leið mjög vel í hlaupinu og náði að halda góðum hraða í fimm tíma. Það var lagt upp með að hlauparar fengju líka staðfestan maraþontíma og maraþonið hljóp ég á 3:12,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi. „Síðasta klukkutímann voru fæturnir farnir að stífna og þá hægði aðeins á,“ bætti hún við. Sannarlega merkilegur árangur hjá Hólmfríði sem búið hefur í Noregi síðustu þrettán ár og starfar sem hjúkrunarfræðingur í smábænum Valen í Kvinnherad, um 100 kílómetra sunnan við Bergen. Þar æfir hún hlaup með góðum hlaupa- og þríþrautarhópi á svæðinu. „Ég hef hlaupið þó nokkur maraþon síðustu ár og nokkur ultrahlaup,“ segir Hólmfríður og heldur áfram. „Utanvegahlaup henta mér ekki, ég er hræðilegur klaufi í öllu fjallabrölti, en ég finn mig vel í lengri götuhlaupum eða brautarhlaupum. Það er þó nokkur hefð fyrir 6, 12 og 24 tíma hlaupum hér í Noregi. Mér finnst það mjög spennandi hlaup, þar sem hver og einn hlaupari stýrir sínu hlaupi og fólk keppist við að ná ákveðinni vegalengd.“
Hlaup Íslendingar erlendis Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira