Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 11:35 Donald Trump og Elon Musk. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum úr Hvíta húsinu að gagnrýni Musks í garð frumvarpsins hafi komið Trump á óvart. Forsetinn hafi ekki áttað sig á gagnrýninni og að Musk varpi henni fram eftir náið samstarf þeirra síðustu fjóra mánuði. Musk hefur kallað hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og Repúblikanar hafa nefnt það, „viðurstyggilegan hrylling“ og sagt að þeir þingmenn sem styðji það eigi að skammast sín. Frumvarpið felur einnig í sér niðurfellingu á ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla, eins og Tesla, sem Musk á. Þá tilkynnti Trump nýverið að hann hefði dregið tilnefningu Jared Isaacman til stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til baka. Sá er vinur Musks og hafði auðjöfurinn stungið upp á því að hann leiddi stofnunina. Sjá einnig: Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Sú ákvörðun er sögð hafa reitt Musk til reiði en hann er talinn hafa varið um þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Athygli hefur vakið að Trump hefur ekki tjáð sig um gagnrýni Musks. Það hefur hann í þið minnsta ekki gert með beinum hætti en í gærkvöldi deildi hann skjáskoti af færslu Musks á X frá síðustu viku þar sem auðjöfurinn þakkaði forsetanum fyrir að hafa gefið sér tækifæri til að draga úr fjárútlátum ríkisins. Þingmenn í þröngri stöðu Ítök Musks innan Repúblikanaflokksins og áhrif hans á stóran hluta kjósenda flokksins eru mikil. Óhætt er að segja það sama um Donald Trump. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að þurfa að reyna að feta þrönga slóð milli tveggja áhrifamanna með ólíkar skoðanir, án þess að reita annan þeirra til reiði. Í samtali við blaðamenn New York Times sögðust þingmenn flokksins ekki vilja fara gegn Musk en sögðust í senn ósáttir við hvernig hann hefði komið fram við Trump af „vanvirðingu“. Einhverjir þeirra sögðu Musk vera í móðursýkiskasti yfir því að hafa ekki fengið vilja sínum framgengt. Þeir vildu þó ekki gagnrýna hann opinberlega af ótta við að verða skotmörk hans. Þá þykir þeim líklegra að Trump muni hafa mun meira að segja um flokkinn á komandi árum. Flestir vilja gera lítið úr gagnrýni Musks. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum úr Hvíta húsinu að gagnrýni Musks í garð frumvarpsins hafi komið Trump á óvart. Forsetinn hafi ekki áttað sig á gagnrýninni og að Musk varpi henni fram eftir náið samstarf þeirra síðustu fjóra mánuði. Musk hefur kallað hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og Repúblikanar hafa nefnt það, „viðurstyggilegan hrylling“ og sagt að þeir þingmenn sem styðji það eigi að skammast sín. Frumvarpið felur einnig í sér niðurfellingu á ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla, eins og Tesla, sem Musk á. Þá tilkynnti Trump nýverið að hann hefði dregið tilnefningu Jared Isaacman til stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til baka. Sá er vinur Musks og hafði auðjöfurinn stungið upp á því að hann leiddi stofnunina. Sjá einnig: Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Sú ákvörðun er sögð hafa reitt Musk til reiði en hann er talinn hafa varið um þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Athygli hefur vakið að Trump hefur ekki tjáð sig um gagnrýni Musks. Það hefur hann í þið minnsta ekki gert með beinum hætti en í gærkvöldi deildi hann skjáskoti af færslu Musks á X frá síðustu viku þar sem auðjöfurinn þakkaði forsetanum fyrir að hafa gefið sér tækifæri til að draga úr fjárútlátum ríkisins. Þingmenn í þröngri stöðu Ítök Musks innan Repúblikanaflokksins og áhrif hans á stóran hluta kjósenda flokksins eru mikil. Óhætt er að segja það sama um Donald Trump. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að þurfa að reyna að feta þrönga slóð milli tveggja áhrifamanna með ólíkar skoðanir, án þess að reita annan þeirra til reiði. Í samtali við blaðamenn New York Times sögðust þingmenn flokksins ekki vilja fara gegn Musk en sögðust í senn ósáttir við hvernig hann hefði komið fram við Trump af „vanvirðingu“. Einhverjir þeirra sögðu Musk vera í móðursýkiskasti yfir því að hafa ekki fengið vilja sínum framgengt. Þeir vildu þó ekki gagnrýna hann opinberlega af ótta við að verða skotmörk hans. Þá þykir þeim líklegra að Trump muni hafa mun meira að segja um flokkinn á komandi árum. Flestir vilja gera lítið úr gagnrýni Musks.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17
Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27