Brian Wilson látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 17:04 Brian Wilson á tónleikum með The Beach boys í Bandaríkjunum 2022. Getty Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri. Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur. Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur.
Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira