Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2025 10:36 Hjálmar Sveinsson, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði nefndarinnar. Vísir/Ívar Fannar Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum. Vísir hefur undanfarna daga fjallað um erfiði veitingamanna í Reykjavík við að fá umsóknir samþykktar. Eigandi bakarísins Hygge segist til dæmis hafa beðið mánuðum saman eftir leyfi sem liggi í augum uppi að hann ætti að fá. Þá stóðu dyr veitingastaðarins Kastrup lokaðar í um sex vikur eftir að heilbrigðiseftirlitið innsiglaði staðinn vegna vöntunar á tilskildu starfsleyfi. Langborðinu á Laugavegi hefur sömuleiðis verið frestað vegna regluverks heilbrigðiseftirlitsins. Fólk fljótt í samsæriskenningar Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, sagði í samtali við fréttastofu í gær að margir veitingamenn óttist að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Veitingamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa einnig lýst erfiðum í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið, og jafnvel dónaskap. Hjálmar Sveinsson, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, sat fyrir svörum í Bítinu í dag. Hann segir frásagnir Einars koma sér á óvart. „Ég leyfi mér að efast um að það sé mikið um þetta. Ég er alveg viss um að svo sé. En ég þekki þetta líka úr skipulagsráði þegar menn og konur sækja um að byggja við húsin sín og fá neitun. Þá gerist það fljótt að fólk fari í ákveðna samsæriskenningu: Þessum skipulagsfulltrúa er bara illa við mig. Og þá gleymist það stundum að viðkomandi hafði aldrei neinar heimildir til að gera það sem hann sótti um.“ Hjálmar segir nýja veitingastaði og kaffihús opna hér um bil í hverri viku. „Þegar það verða svona árekstrar kemur í ljós að þeir sem eru að sækja um tiltekin leyfi hafa ekki farið nákvæmlega í hvað þeim ber að gera og leggja fram.“ Hann segist ekki vilja nefna einstök mál sem hafa komið upp hjá eftirlitinu en tekur dæmi sem felur í sér starfsleyfisumsókn um bakarí í fjölbýlishúsi. „Þú getur ekki verið með mjög stórt framleiðslubakarí þar sem bílar koma kannski klukkan sex á morgnana að ná í splunkunýjar [veitingar]. Þá er öruggt að íbúar sem búa fyrir ofan verða mjög óánægðir, fá sér lögfræðing og kæra þetta fyrirkomulag.“ Þáttastjórnandi nefnir þá að veitingamenn kvarti undan því að heilbrigðisfulltrúar leiðbeini þeim ekki nægilega vel í umsóknarferlinu. „Það kemur mér á óvart,“ segir Hjálmar og nefnir leiðbeiningaskyldu heilbrigðisfulltrúa, þeim beri að veita umsækjendum upplýsingar um þeirra rétt og hvar sé hægt að nálgast nauðsynleg gögn. „Hins vegar segi ég líka að heilbrigðisfulltrúi getur ekki orðið ráðgjafi. Hann getur ekki verið þátttakandi í umsókninni af því að hann þarf síðan að hafa eftirlit.“ Mótmæltu reglugerðinni Regluverkið sem hefur reynst veitingamönnum hvað mest íþyngjandi snýr að því að auglýsa þarf drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og loftslagsráðherra, hefur nú afnumið þann hluta reglugerðar um hollustuhætti, sem var settur á síðasta kjörtímabili þegar Guðlaugur Þór Þórðarson sat í embættinu. Hjálmar segir heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa harðlega mótmælt umræddri reglugerð á sínum tíma. „Og sagði að hún væri mjög íþyngjandi, myndi tefja allt, og að hún væri óþarfi. Það var ekki hlustað á okkur. Þetta fór í gegn.“ Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Regluverk setur langborðinu stólinn fyrir dyrnar Veitingastaðir í Reykjavík hafa þurft fresta hinu árlega langborði um nokkrar vikur þar sem regluverk hjá heilbrigðiseftirlitinu gerir það að verkum að auglýsa þurfi starfsleyfi í fjórar vikur áður en það er veitt. 15. júní 2025 10:37 Kastrup opnar á ný eftir karp við heilbrigðiseftirlitið Veitingastaðurinn Kastrup við Hverfisgötu hefur opnað dyr sína á ný en nýir rekstraraðilar ráku sig á vegg í regluverki heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem tafði fyrir opnuninni. Búið er að afnema reglugerðina. 13. júní 2025 11:31 Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Regluverk sem hefur gert veitingamönnum í Reykjavík lífið leitt að undanförnu hefur að hluta verið afnumið. Regluverkið olli því meðal annars að Kastrup þurfti að fresta opnun sinni á ný. Þá hyggst ráðherrann einnig aflétta regluverki sem hefur tafið fyrir opnun kaffirisans Starbucks á Íslandi. 12. júní 2025 13:19 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Vísir hefur undanfarna daga fjallað um erfiði veitingamanna í Reykjavík við að fá umsóknir samþykktar. Eigandi bakarísins Hygge segist til dæmis hafa beðið mánuðum saman eftir leyfi sem liggi í augum uppi að hann ætti að fá. Þá stóðu dyr veitingastaðarins Kastrup lokaðar í um sex vikur eftir að heilbrigðiseftirlitið innsiglaði staðinn vegna vöntunar á tilskildu starfsleyfi. Langborðinu á Laugavegi hefur sömuleiðis verið frestað vegna regluverks heilbrigðiseftirlitsins. Fólk fljótt í samsæriskenningar Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, sagði í samtali við fréttastofu í gær að margir veitingamenn óttist að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Veitingamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa einnig lýst erfiðum í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið, og jafnvel dónaskap. Hjálmar Sveinsson, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, sat fyrir svörum í Bítinu í dag. Hann segir frásagnir Einars koma sér á óvart. „Ég leyfi mér að efast um að það sé mikið um þetta. Ég er alveg viss um að svo sé. En ég þekki þetta líka úr skipulagsráði þegar menn og konur sækja um að byggja við húsin sín og fá neitun. Þá gerist það fljótt að fólk fari í ákveðna samsæriskenningu: Þessum skipulagsfulltrúa er bara illa við mig. Og þá gleymist það stundum að viðkomandi hafði aldrei neinar heimildir til að gera það sem hann sótti um.“ Hjálmar segir nýja veitingastaði og kaffihús opna hér um bil í hverri viku. „Þegar það verða svona árekstrar kemur í ljós að þeir sem eru að sækja um tiltekin leyfi hafa ekki farið nákvæmlega í hvað þeim ber að gera og leggja fram.“ Hann segist ekki vilja nefna einstök mál sem hafa komið upp hjá eftirlitinu en tekur dæmi sem felur í sér starfsleyfisumsókn um bakarí í fjölbýlishúsi. „Þú getur ekki verið með mjög stórt framleiðslubakarí þar sem bílar koma kannski klukkan sex á morgnana að ná í splunkunýjar [veitingar]. Þá er öruggt að íbúar sem búa fyrir ofan verða mjög óánægðir, fá sér lögfræðing og kæra þetta fyrirkomulag.“ Þáttastjórnandi nefnir þá að veitingamenn kvarti undan því að heilbrigðisfulltrúar leiðbeini þeim ekki nægilega vel í umsóknarferlinu. „Það kemur mér á óvart,“ segir Hjálmar og nefnir leiðbeiningaskyldu heilbrigðisfulltrúa, þeim beri að veita umsækjendum upplýsingar um þeirra rétt og hvar sé hægt að nálgast nauðsynleg gögn. „Hins vegar segi ég líka að heilbrigðisfulltrúi getur ekki orðið ráðgjafi. Hann getur ekki verið þátttakandi í umsókninni af því að hann þarf síðan að hafa eftirlit.“ Mótmæltu reglugerðinni Regluverkið sem hefur reynst veitingamönnum hvað mest íþyngjandi snýr að því að auglýsa þarf drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og loftslagsráðherra, hefur nú afnumið þann hluta reglugerðar um hollustuhætti, sem var settur á síðasta kjörtímabili þegar Guðlaugur Þór Þórðarson sat í embættinu. Hjálmar segir heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa harðlega mótmælt umræddri reglugerð á sínum tíma. „Og sagði að hún væri mjög íþyngjandi, myndi tefja allt, og að hún væri óþarfi. Það var ekki hlustað á okkur. Þetta fór í gegn.“
Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Regluverk setur langborðinu stólinn fyrir dyrnar Veitingastaðir í Reykjavík hafa þurft fresta hinu árlega langborði um nokkrar vikur þar sem regluverk hjá heilbrigðiseftirlitinu gerir það að verkum að auglýsa þurfi starfsleyfi í fjórar vikur áður en það er veitt. 15. júní 2025 10:37 Kastrup opnar á ný eftir karp við heilbrigðiseftirlitið Veitingastaðurinn Kastrup við Hverfisgötu hefur opnað dyr sína á ný en nýir rekstraraðilar ráku sig á vegg í regluverki heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem tafði fyrir opnuninni. Búið er að afnema reglugerðina. 13. júní 2025 11:31 Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Regluverk sem hefur gert veitingamönnum í Reykjavík lífið leitt að undanförnu hefur að hluta verið afnumið. Regluverkið olli því meðal annars að Kastrup þurfti að fresta opnun sinni á ný. Þá hyggst ráðherrann einnig aflétta regluverki sem hefur tafið fyrir opnun kaffirisans Starbucks á Íslandi. 12. júní 2025 13:19 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Regluverk setur langborðinu stólinn fyrir dyrnar Veitingastaðir í Reykjavík hafa þurft fresta hinu árlega langborði um nokkrar vikur þar sem regluverk hjá heilbrigðiseftirlitinu gerir það að verkum að auglýsa þurfi starfsleyfi í fjórar vikur áður en það er veitt. 15. júní 2025 10:37
Kastrup opnar á ný eftir karp við heilbrigðiseftirlitið Veitingastaðurinn Kastrup við Hverfisgötu hefur opnað dyr sína á ný en nýir rekstraraðilar ráku sig á vegg í regluverki heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem tafði fyrir opnuninni. Búið er að afnema reglugerðina. 13. júní 2025 11:31
Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Regluverk sem hefur gert veitingamönnum í Reykjavík lífið leitt að undanförnu hefur að hluta verið afnumið. Regluverkið olli því meðal annars að Kastrup þurfti að fresta opnun sinni á ný. Þá hyggst ráðherrann einnig aflétta regluverki sem hefur tafið fyrir opnun kaffirisans Starbucks á Íslandi. 12. júní 2025 13:19