Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 18:32 Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir Skógræktina í samtali við framleiðendur og rétthafa. Samsett Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. Í færslu á Facebook-síðu Skógræktarinnar segir að þar til búið er að leysa málið verði Snorkstelpan einnig sett í slipp. Snorkstelpan sem hefur staðið í skóginum er samkvæmt færslunni sprottin úr listasmiðju barna og er afsprengi lestrarátaks Skógræktarfélagsins og fleiri aðila. Í vikunni var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Eigendur vörumerkisins Múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. „Ævintýraskógurinn er frábær viðbót við ungbarnaleiksvæðið á Kjarnavelli sem er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar sem byggð eru upp í farsælu samstarfi Skógræktarfélags Eyjafirðinga og Akureyrarbæjar,“ segir í færslunni og að kastalinn og önnur leiktæki sem eigi að setja upp séu úr vörulínu leiktækjaframleiðandans Lappset í Finnlandi (Moomin play). Leiktækin séu framleidd í samstarfi og með samþykki rétthafa og að uppsetning þeirra sé ekki frábrugðin uppsetningu annarra leiktækja á Íslandi. Snorkstelpan, ásamt öðrum nafngiftum innan skógarins, sé höfundarréttarvarin og stelpan því sett í slipp á meðan „málin eru rædd“. „Umboðsaðili Lappset á Íslandi Jóhann Helgi & Co ehf er búinn að koma á sambandi milli SE, framleiðenda og rétthafa, fyrstu kynni afar góð og vilji til að leysa mál vel og farsællega,“ segir að lokum í færslunni. Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu Skógræktarinnar segir að þar til búið er að leysa málið verði Snorkstelpan einnig sett í slipp. Snorkstelpan sem hefur staðið í skóginum er samkvæmt færslunni sprottin úr listasmiðju barna og er afsprengi lestrarátaks Skógræktarfélagsins og fleiri aðila. Í vikunni var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Eigendur vörumerkisins Múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. „Ævintýraskógurinn er frábær viðbót við ungbarnaleiksvæðið á Kjarnavelli sem er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar sem byggð eru upp í farsælu samstarfi Skógræktarfélags Eyjafirðinga og Akureyrarbæjar,“ segir í færslunni og að kastalinn og önnur leiktæki sem eigi að setja upp séu úr vörulínu leiktækjaframleiðandans Lappset í Finnlandi (Moomin play). Leiktækin séu framleidd í samstarfi og með samþykki rétthafa og að uppsetning þeirra sé ekki frábrugðin uppsetningu annarra leiktækja á Íslandi. Snorkstelpan, ásamt öðrum nafngiftum innan skógarins, sé höfundarréttarvarin og stelpan því sett í slipp á meðan „málin eru rædd“. „Umboðsaðili Lappset á Íslandi Jóhann Helgi & Co ehf er búinn að koma á sambandi milli SE, framleiðenda og rétthafa, fyrstu kynni afar góð og vilji til að leysa mál vel og farsællega,“ segir að lokum í færslunni.
Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27