Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Boði Logason skrifar 1. júlí 2025 15:49 Nú munu allir landsmenn geta horft á sjónvarpsstöðina Sýn, áður Stöð 2, í opinni dagskrá. Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar. Í tilkynningu frá Sýn segir að með þessu sé nýr kafli skrifaður í íslenskri sjónvarpssögu og næsta skref tekið í vegferðinni sem hófst með samruna Vodafone og Stöðvar 2 undir merkjum Sýnar. „Við erum jafnframt að einfalda pakkaframboð Sýnar til að gera aðgang greiðari fyrir áskrifendur. Á næstu dögum og vikum munum við vera í sambandi við áskrifendur og kynna nýtt pakkaframboð Sýnar,“ segir í tilkynningunni. Allt efni birtist fyrst á Sýn+ Á sama tíma sé sjónvarpsstöðin Sýn að gera áherslubreytingar sem feli í sér að allt efni birtist fyrst á streymisveitunni Sýn+, einni stærstu streymisveitu landsins með hundruð innlendra og erlendra titla. „Áskrifendur Sýnar+ munu njóta aukins sveigjanleika og aðgangs að sjónvarpsefni áður en það birtist í línulegri dagskrá. Áskrifendur geta hámhorft hvar og hvenær sem er, án auglýsinga inni í þáttum. Þá verður valið sjónvarpsefni eingöngu aðgengilegt í gegnum Sýn+,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttir og Ísland í dag verða að sjálfsögðu áfram á sínum stað í opinni dagskrá á sjónvarpsstöðinni Sýn. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að sjónvarpsstöðin gegni lykilhlutverki í íslensku samfélagi sem vettvangur frétta, íþrótta og menningarlegrar upplifunar. „Á síðasta ári ákváðum við að bjóða sjónvarpsfréttir Sýnar án endurgjalds til landsmanna. Nú göngum við skrefinu lengra og gerum alla dagskrá línulegu sjónvarpsstöðvarinnar Sýn aðgengilega án endurgjalds, í fyrsta skipti í sögu stöðvarinnar. Um leið höldum við áfram að mæta breyttum áhorfsvenjum með þjónustu sem býður upp á aukið frelsi, meiri upplifun, hámhorf og forskot á innihald,“ segir hún. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningu að þeir sem vilji njóta sjónvarpsefnis fyrr geti horft á SÝN+ hvar og hvenær sem er.Anton Brink Streymisveitan Sýn+ sé fyrir þá sem vilji njóta efnis fyrr, velja hvar og hvenær þeir horfa og fái aðgang að fjölbreyttu úrvali af hágæða sjónvarpsefni. „Hvort sem um ræðir vinsælustu íslensku þáttaraðirnar, heimildamyndir, barnaefni eða aðra afþreyingu þá fá áskrifendur Sýnar+ meira efni á undan öðrum. Sýn byggir á sterkum grunni og munum við áfram kappkosta við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á skemmtilegt sjónvarpsefni, metnaðarfulla íslenska dagskrá og allt það besta úr heimi íþróttanna. Það er betra að vera með Sýn,“ segir hún. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Tímamót Kauphöllin Streymisveitur FM957 X977 Fjarskipti Tengdar fréttir Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn segir að með þessu sé nýr kafli skrifaður í íslenskri sjónvarpssögu og næsta skref tekið í vegferðinni sem hófst með samruna Vodafone og Stöðvar 2 undir merkjum Sýnar. „Við erum jafnframt að einfalda pakkaframboð Sýnar til að gera aðgang greiðari fyrir áskrifendur. Á næstu dögum og vikum munum við vera í sambandi við áskrifendur og kynna nýtt pakkaframboð Sýnar,“ segir í tilkynningunni. Allt efni birtist fyrst á Sýn+ Á sama tíma sé sjónvarpsstöðin Sýn að gera áherslubreytingar sem feli í sér að allt efni birtist fyrst á streymisveitunni Sýn+, einni stærstu streymisveitu landsins með hundruð innlendra og erlendra titla. „Áskrifendur Sýnar+ munu njóta aukins sveigjanleika og aðgangs að sjónvarpsefni áður en það birtist í línulegri dagskrá. Áskrifendur geta hámhorft hvar og hvenær sem er, án auglýsinga inni í þáttum. Þá verður valið sjónvarpsefni eingöngu aðgengilegt í gegnum Sýn+,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttir og Ísland í dag verða að sjálfsögðu áfram á sínum stað í opinni dagskrá á sjónvarpsstöðinni Sýn. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að sjónvarpsstöðin gegni lykilhlutverki í íslensku samfélagi sem vettvangur frétta, íþrótta og menningarlegrar upplifunar. „Á síðasta ári ákváðum við að bjóða sjónvarpsfréttir Sýnar án endurgjalds til landsmanna. Nú göngum við skrefinu lengra og gerum alla dagskrá línulegu sjónvarpsstöðvarinnar Sýn aðgengilega án endurgjalds, í fyrsta skipti í sögu stöðvarinnar. Um leið höldum við áfram að mæta breyttum áhorfsvenjum með þjónustu sem býður upp á aukið frelsi, meiri upplifun, hámhorf og forskot á innihald,“ segir hún. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningu að þeir sem vilji njóta sjónvarpsefnis fyrr geti horft á SÝN+ hvar og hvenær sem er.Anton Brink Streymisveitan Sýn+ sé fyrir þá sem vilji njóta efnis fyrr, velja hvar og hvenær þeir horfa og fái aðgang að fjölbreyttu úrvali af hágæða sjónvarpsefni. „Hvort sem um ræðir vinsælustu íslensku þáttaraðirnar, heimildamyndir, barnaefni eða aðra afþreyingu þá fá áskrifendur Sýnar+ meira efni á undan öðrum. Sýn byggir á sterkum grunni og munum við áfram kappkosta við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á skemmtilegt sjónvarpsefni, metnaðarfulla íslenska dagskrá og allt það besta úr heimi íþróttanna. Það er betra að vera með Sýn,“ segir hún. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Tímamót Kauphöllin Streymisveitur FM957 X977 Fjarskipti Tengdar fréttir Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30