Sport

Stefán vann í stað Arnars

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stefán Pálsson er Íslandsmeistari í tíu kílómetra götuhlaupi, ekki Arnar Pétursson.
Stefán Pálsson er Íslandsmeistari í tíu kílómetra götuhlaupi, ekki Arnar Pétursson.

Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt.

Stefán hljóp kílómetrana tíu á 31:28 mínútum og varð Íslandsmeistari í greininni í fyrsta sinn.

Hann kom hins vegar ekki fyrstur í mark, Arnar Pétursson varð fyrstur yfir línuna en hlaup hans var dæmt ógilt vegna þess að hann steig þrjú skref utan brautarinnar. Arnar er mjög ósáttur við þá niðurstöðu og hyggst áfrýja niðurstöðu dómnefndar.

Arnar fór mikinn er hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í gærkvöldi. Hann vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar og sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“

Þetta er annað árið í röð sem Ármannshlaupið ratar í fréttir af öðrum ástæðum en ánægjunnar vegna. Á síðasta ári var hlaupaleiðin of stutt, rúma fimmtíu metra vantaði upp á, og enginn sem tók þátt fékk afrekið skráð.

Frjálsíþróttadeild Ármanns vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu en mun senda frá sér yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×