Innlent

Al­var­lega slasaður eftir hnífstunguárás

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað á bílastæði í Mjóddinni.
Atvikið átti sér stað á bílastæði í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri er alvarlega slasaður eftir að hafa verið stunginn með hníf við Mjóddina í Reykjavík.

Lögreglu barst tilkynning af málinu rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Er hana bar að garði var brotaþolinn alvarlega slasaður er segir í tilkynningu frá lögreglu. Árásin átti sér stað á bílastæði í Mjóddinni í Reykjavík.

Slasaði maðurinn var fluttur á sjúkrahús og er í alvarlegu ástandi. Að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er um að ræða alvarlega áverka.

Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um árásina og var hann handtekinn á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×